ATHUGIÐ!
Vegna veðurs frestast fundur Umhverfis- og auðlindaráðherra, sem átti að halda á morgun á Hótel Skaftafelli í Öræfum.
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fer á næstu dögum í hringferð um landið og kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en frumvarp þar að lútandi er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
Frumvarpið tekur til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Þetta er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins.
Á fundunum mun ráðherra m.a. fara yfir forsendur og markmið með stofnun Hálendisþjóðgarðs og kynna helstu atriði frumvarpsins.
Fundirnir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:
Þriðjudagurinn 7. janúar
13:30 Borgarnes, Hótel Hamar – FRESTAÐ vegna veðurs
17:30 Húnavatnshreppur, Húnavallaskóli – FRESTAÐ vegna veðurs
Miðvikudagurinn 8. janúar
11:00 Reykjadalur, Félagsheimilið Breiðumýri – FRESTAÐ vegna veðurs
18:00 Egilsstaðir, Hótel Hérað – FRESTAÐ vegna veðurs
Fimmtudagurinn 9. janúar
13:00 Öræfi, Hótel Skaftafell í Freysnesi – FRESTAÐ vegna veðurs
18:00 Hvolsvöllur, Midgard – FRESTAÐ vegna veðurs
Mánudagurinn 13. janúar
17:00 Reykjavík, Veröld – hús Vigdísar, fyrirlestrasalur. Fundurinn verður í beinu streymi á netinu.
Fundirnir eru öllum opnir – verið velkomin.
Nánar um drög að frumvarpi um Hálendisþjóðgarð
Spurt og svarað um Hálendisþjóðgarð
Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð í samráðsgátt stjórnvalda