Nýr frisbígolfvöllur á Höfn

0
1556
Vallahönnuðir frá fyrirtækinu Fuzz

Samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi var gert ráð fyrir nýjum frisbígolfvelli í Hrossabithaga. Bæjarráð ákvað í framhaldi af því að festa kaup á 9 holu frisbígolfvelli og hafa starfsmenn bæjarins ásamt verktaka unnið að uppsetningu síðustu daga. Frisbígolf er eins og nafnið gefur til kynna afþreying þar sem golf er spilað með frisbídiskum. Sportið er sérlega hentugt fyrir alla aldurshópa og auðvelt fyrir hvern sem er að ná tökum á því. Völlurinn verður opinn öllum og frítt verður að spila á honum. Til stendur að vígja frisbígolfvöllinn fimmtudaginn 25. maí kl. 15:00.

Sveitarfélagið gerðist aðili að samningi um heilsueflandi samfélag en markmiðið með því er að hafa heilsu íbúa í fyrirrúmi í öllum málaflokkum og er uppsetning frisbígolfvallar eitt skref í þeirri vinnu.

Allar nánari upplýsingar um sportið má finna á heimasíðunni www.folf.is.

Komdu út að leika.