Mamma ég vil ekki stríð!

0
332

Næsta föstudag klukkan þrjú opnar sýningin Mamma ég vil ekki stríð á bókasafni Hornafjarðar. Mamma ég vil ekki stríð, eða, Mamo, ja nie chcę wojny eins og hún heitir á pólsku, er sýning á teikningum úkraínskra barna á flótta og pólskra barna frá síðari heimsstyrjöld. Sýningin verður fram til loka nóvember inni á bókasafninu og er í boði pólska sendiráðsins.