Lágkúruleg umræða og rangar upplýsingar í kjölfar sveitarstjórnarkosningar á Hornafirði um skipulagsmál 2022

0
492

Aðsend grein í Eystrahorni þann 12. maí 2022 eftir Björgvin Óskar Sigurjónsson, frambjóðanda í  2. sæti á lista Framsóknar og stuðningsmanna, um skipulagsmál sem er í sjálfum sér ekkert óeðlilegt að  frambjóðendur tjái sig um þau mál.

Fyrri hluti greinarinnar fjallar almennt um skipulagsmál í sveitarfélaginu og er allt gott um það að segja.

Síðari hluti hennar fjallar um tjaldsvæðið á Höfn þar sem lýst er yfir vilja Framsóknarmanna að hefja undirbúning á flutningi tjaldsvæðisins.  Það er heldur ekki neitt óeðlilegt við að frambjóðendur reifi skoðanir sína um flutning tjaldsvæðisins enda eru það verkefni þeirra að fjalla um þau mál.

Í grein Björgvins segir meðal annars :

Það er okkur ekki sérstakt kappsmál að losna við tjaldsvæðið af þessu svæði né kappsmál að finna því annan stað. Staðreyndin er hins vegar sú að tjaldsvæðið fékk ekki sérstaklega góða umsögn hjá erlendum ferðamönnum í niðurstöðum könnunar varðandi ferðavenjur þeirra sem gerð var árið 2019. Sú gagnrýni snerist aðallega að aðbúnaði á tjaldsvæðinu og því komin tími á betrumbætur á því, óháð flutningi þess. Okkur finnst því rétti tímapunkturinn að hefja undirbúning á flutningi þess núna á meðan ekki er byrjað að byggja tjaldsvæðið upp eins og til var ætlast af rekstraraðilanum þegar samið var um rekstur þess árið 2017.“

Ég  held að það hefði verið betra fyrir Björgvin að kynna sér betur ofangreinda könnun frá árinu 2019 áður en svona dylgjur og fullyrðingar eru settar á blað varðandi tjaldstæðið og þjónustu þess sem réttlæta á flutning þess.

Á bls. 14 í skýrslunni er fjallað um gistimáta á Höfn.
Það voru 337 ferðamenn sem svöruðu  spurningunni um hvaða gistimáta nýttir þú/munt þú nýta á Höfn.  52% (175 svör) gáfu upp hótel og gistiheimili á Höfn og 27% (91 svar) tjaldsvæði.

Á bls. 20 í skýrslunni er fjallað um ánægju.
Það voru 612 sem svöruðu þeirri spurningu af þeim 694 sem var heildarfjöldi svarenda.  Það voru því 94% svarenda sem voru ánægðir með heimsóknina til Hafnar eða mjög ánægðir.

Á bls. 20 í skýrslunni er líka fjallað um opnar athugasemdir
Spurningin var: Eru einhverjar viðbótarathugasemdir, spurningar eða ábendingar varðandi dvöl þína á Höfn?

Fjöldi svarenda var 21 af heildarfjölda í könnunni sem voru 694 sem eru því 4% af heildinni. Á tjaldsvæðinu voru 27% af heildinni sem gisti á Höfn og er það því um 6 manns sem voru með athugasemdir um tjaldsvæðið. 

Og hvað segir svo í skýrslunni  um athugasemdirnar:
Spurning: Eru einhverjar viðbótar athugasemdir, spurningar eða ábendingar sem þú vilt koma á framfæri varðandi dvöl þína á Höfn?

Fjöldi svara: 25. Fjöldi svarenda: 21. Heildarfjöldi í könnun: 694. Svarhlutfall: 4%

Sárafáir ferðamenn skráðu opna athugasemd í lok könnunar á Höfn. Þau voru hins vegar nokkuð samróma: Tjaldsvæði staðarins þótti dýrt og ófullnægjandi. Þar komust á lista skortur á betri salernisaðstöðu, skortur á eldunaraðstöðu, að bæta þyrfti yfirborð svæðisins, að verðið væri allt of hátt auk þess sem starfsfólk þyrfti að vera vingjarnlegra og hjálpsamara. Aðrir gistimátar þóttu einnig bæði of fáir og of dýrir. Aðrar úrbætur snerust helst um að bæta þyrfti merkingar í bænum, lengja opnunartíma upplýsingamiðstöðvar auk þess sem þar mætti bjóða upp á meiri afþreyingu svo sem stangveiðiferðir (mynd 26). Ekki var þó eingöngu að finna neikvæðar athugasemdir. Bærinn sjálfur þótti hreinlegur og fallegur og heimamenn fengu hrós fyrir vingjarnleik og minjagripaverslun þótti skemmtileg auk þess sem svæðið var sagt henta fullkomlega fyrir námsferðir og rannsóknir. Önnur atriði höfðu lítið með bæinn sjálfan að gera heldur voru það atriði eins og að leiðin til Hafnar væri of löng, að of fáar bensínstöðvar væru á leiðinni og að bæinn skorti Bónusverslun.

Heilt yfir virðast þó opnar athugasemdir fremur endurspegla fremur lágt meðmælaskor Hafnar en hátt ánægjustig meðal erlendra ferðamanna.

Þess ber að geta að það eru um 35 þúsund manns sem gistu á tjaldstæðinu árið 2019. Það er því  0,00017% gesta þess sem Framsóknarflokkurinn og Björgvin réttlætir ákvörðun sína á  að hefja undirbúning á flutningi tjaldsvæðisins annað.

Varðandi uppbyggingu á tjaldsvæðinu og bættri hreinlætisþjónustu þá eru rekstraraðilar búnir í tvígang að láta teikna nýtt hreinlætishús á tjaldsvæðinu. Í fyrra skiptið var það 150 m2 hús með sal og hreinlætisaðstöðu  sem átti að koma í stað grænu  gámaklósettanna.  Þeirri teikningu var hafnað af sveitarfélaginu þar sem það var of stórt og mætti bara byggja 100 m2 hús.  Farið var í að breyta teikningunni og salurinn var tekin út.  Þá kom í ljós að sorpgeymslan stóð út af byggingarreitnum.  Þá var sótt um undanþágu sem síðan var samþykkt.

Þessi aðstaða átti að vera fyrir húsbílastæðin nyrst  við þjóðveginn og síðan svæðið sem átti að fylla upp í á leirunni til austurs.  Þegar spurt var hvenær ætti að fylla í leiruna var okkur tjáð það yrði ekki næstu árin.

Þar með var hætt við þessa framkvæmd því ekki var grundvöllur að byggja um 30 milljón króna hús fyrir  um 30 hjólhýsi og húsbíla.

Aftur var farið í að huga að byggingu sem þá væri í framhaldi af núverandi þjónustuhúsi. Kom þá í ljós að byggingarreiturinn fyrir nýbyggingu var á miðju túninu á milli núverandi þjónustumiðstöð og hólsins við leikvöllinn.  Þetta er eina svæðið sem er fyrir venjuleg tjöld og ekki má keyra inn á.  Það var því ekki glóra að taka það svæði að stórum hluta undir nýbyggingu.  Þá var haft sambandi við stjórnendur bæjarfélagsins um breytingar á skipulaginu með það að setja upp byggingarreit til suðurs að þjónustumiðstöðinni. Þessar breytingar  hjá sveitarfélaginu tóku  rúmt ár.  

Hafist var handa við láta teikna nýtt hús haustið 2020 sem yrði byggt á þeim reit.  Umsókn fyrir bygginguna var send inn til sveitarfélagsins og var gefið grænt ljós á hana. Farið var í að kaupa  hús sem síðan átti að reisa í ágúst 2021. Jafnframt var verið að semja við byggingaraðila um gerð sökkuls undir bygginguna.

Þá var líka send inn beiðni um veðheimild á húsinu til sveitarfélagsins fyrir 70% af byggingarkostnaði þar sem sveitarfélagið er lóðareigandi og eignin yrði skráð eign þess. Þetta var í samræmi við samninginn um leiguna á tjaldsvæðinu. Í fyrstu var þessu vel tekið og skoðað hjá sveitarfélaginu jafnvel að skaffa þetta fjármagn sjálft því þeir yrðu hvort eð er að kaupa það að loknum leigutíma. 

Það er síðan með tölvupósti frá bæjarstjóra sem tilkynnt var að bæjarstjórnin hafnaði að veita veðheimild vegna nýbyggingarinnar sem áætlað var að kostaði um 30-35 milljónir króna.

Þar með var það bæjarstjórnin sem komi hefur í veg fyrir að nýtt og stórbætt aðstaða væri komin á upptjaldsvæðinu.

Hafa skal það sem sannast reynist í kosningaáróðri og rangri túlkun á upplýsingum um þjónustu okkar sem rekum tjaldsvæðið (á leigu frá Hornafjarðarbæ fram til ársins 2032)  og ellefu smáhýsi sem  félagið á og eru á tveimur lóðum við tjaldsvæðið.

Þess má geta að þau er ekki tengd samningi um tjaldstæðið.

Með ósk um góðan kjördag og bjartari framtíð fyrir Hornafjörð

Reykjavík 12. maí 2022

Virðingarfyllst
Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir
Br. Tryggvi Árnason