Starf pókerklúbbs Hornafjarðar hefur verið í sókn síðustu ár.
Klúbburinn hefur sent fulltrúa á flest stærri pókermót Íslands og nokkur mót erlendis núna um árabil. Velgengni klúbbsins á Íslandsmótum hefur vakið athygli meðal íslensku póker senunnar og samkvæmt heimildum stjórnarmeðlima PSÍ er pókerklúbbur Hornafjarðar eini virki klúbburinn á landsbyggðinni. Flestir meðlimir klúbbsins sem spilað hafa á Íslandsmóti í póker hafa unnið til verðlauna. Klúbburinn eignaðist loksins Íslandsmeistara í ár, Agnar Jökul Imsland Arason. Með honum á lokaborði var Johnro Derecho Magno sem endaði í 4.sæti Það var þó ekki í fyrsta skipti sem meðlimir klúbbsins komast á lokaborð. Andri Már Ágústsson lenti í 4.sæti árið 2022, Agnar Jökull í 2.sæti árið 2021 og Jóhann Klemens Björnsson í 4.sæti árið 2016.
Stjórn klúbbsins stefnir á að bjóða upp á fleiri mót eftir áramót og vill endilega stækka hópinn. Klúbburinn í samstarfi við Örn Þornbjörns heldur sitt árlega jólamót 26. desember þar sem allir eru velkomnir.
Hvergi betra að læra mótapóker heldur en í góðum félagsskap með skemmtilegum hópi.
Pókerklúbbur Hornafjarðar