Vikuna 18. september – 22. september kom hingað á Höfn gestakennari frá Improv Ísland hópnum til að kenna börnum spunatækni sem er ákveðin leiklistaraðferð.
Improv Ísland er spunaleikhópur sem var stofnaður árið 2015 sem vinnur út frá spunaðferðinni Haraldinum, sem kemur frá New York. Improv Ísland sýnir spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum öll miðvikudagskvöld og hefur gert nær stleitulaust frá stofnun hópsins.
Gestakennarinn, Sindri, kom hingað á vegum Leikfélags Hornafjarðar sem fékk styrk frá Barnamenningarsjóði
fyrir verkefninu
Leikfélagið, Grunnskólinn og Framhaldsskólinn tóku svo höndum saman og unnu að þessu verkefni. Gestakennarinn kenndi börnum frá 7. bekk og upp í 10. bekk í Grunnskólanum og hélt síðan vinnusmiðju í FAS fyrir sviðslistanemendur og aðra nemendur á Listasviði FAS. Námskeiðin í skólunum gengu vonum framar og höfðu nemendurnir gaman af því að stunda spuna sem leiklistaraðferð.
Leikfélag Hornafjaðar bauð einnig upp á spunanámskeið fyrir þá sem höfðu áhuga á að kynna sér spuna sem leiklistartækni og taka þátt í leikfélaginu utan hefðbundins sýningartíma. Þátttakendur
námskeiðsins tóku svo þátt í sýningu sem Improv Ísland hópurinn hélt á Hafinu 22. september. En þar komu fram gestakennarinn Sindri ásamt fjóru öðru spunalistafólki og fengu hornfiskir þátttakendur að stíga á svið með reyndara fólki. Sýningin var sprenghlægileg og stóðst allar væntingar hjá áhorfendum sem mættu galvaskir til að hlæja og hafa gaman.
Við þökkum kærlega fyrir samstarfið, styrkinn frá Barnamenningarsjóði og viðtökum samfélagsins fyrir verkefninu.
Emil Morávek, formaður Leikfélags Hornafjarðar.
Ragnheiður Sigurðar Bjarnarson, sviðslistakennari við FAS.
Kristín Gestsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Hornafjarðar.