Hvatning mikilvæg og langar að hjálpa fólki í framtíðinni

0
1629

Hvatning mikilvæg til að ná árangri Að mínu mati skiptir hvatning heima fyrir miklu máli. Það að foreldrar eða aðrir aðstandendur sýni náminu einhvern áhuga og hvetji börn sín til dáða. Einnig þarf fólk að finna hvað hentar þeim og hversu mikið nám þau höndla. Sumir þurfa að vera í rútínu og vera í tímum allan daginn en aðrir höndla bara að vera í fáeinum áföngum til að þeir haldi sig við efnið. Það eru ekki margir sem geta verið í nær heilu starfi með fullu námi þannig að fólk þarf að finna jafnvægið þar á milli. Það sem skiptir höfuðmáli er gott skipulag og að vinna jafnt og þétt

FAS eins og annað heimili mitt Mér mun alltaf þykja óendanlega vænt um FAS enda hefur hann verið partur af mínu lífi síðan ég var lítil. Ég var aðeins nokkurra daga þegar að mamma fór mig inn í skólann í fyrsta skipti en hún er búin að kenna í FAS í 20 ár. Þar eyddi ég líka löngum stundum að bíða eftir að mamma væri búin í vinnunni. Það er frábært að hægt sé að sækja áframhaldandi nám á Höfn og því miður eru ekki nógu margir sem nýta sér þann kost. Þó svo að FAS sé ekki stór skóli þá er kennslan þar engu síðri en annars staðar. Kennarar þekkja mann allir með nafni og eru alltaf tilbúnir að hjálpa manni, hvort sem það er á skólatíma eða ekki.

Háskólinn í haust og framtíðarplön Í sumar mun ég vinna hérna á Höfn en stefnan er að flytja suður næsta haust og byrja í Háskóla Íslands. Ég er nokkuð viss um hvað mig langar að læra en það getur þó alltaf breyst. Það sem ég veit er að mig langar að vinna við að hjálpa fólki í framtíðinni, alveg sama hvar ég enda. Þakklát öllum Ég vil enda á því að þakka öllum þeim kennurum sem hafa kennt mér í FAS. Án hjálpar þeirra hefði ég ekki staðið mig jafn vel í skólanum. Sú sem á mestar þakkir skilið er að sjálfsögðu mamma mín en hún hefur séð til þess að ég reyni mitt allra besta í námi og öllu öðru sem ég tek mér fyrir hendur.

Hafdís Lára Sigurðardóttir
dux Farmhaldsskólans í AusturSkaftafellssýslu