Fimmtudagskvöldið 24. janúar lásu fimm rithöfundar upp úr verkum sínum í Nýheimum, þau Emil Hjörvar Petersen, Arnþór Gunnarsson, Edda Falak, Arndís Þórarinsdóttir og Elísabet Jökulsdóttir. Sú síðastnefnda var einnig með gjörning í Svavarssafni klukkan fjögur þann dag. Um var að ræða örfyrirlestur um eitthvað fallegt, þar sem skáldkonan opinberaði sig á óvæntan hátt, umkringd áhorfendum og steinum sem barnabörn hennar höfðu tínt. Safnvörður var henni til halds og trausts, hélt á kjól og kaffibolla, en hann var einnig með upphitunaratriði þar sem ferðast var aftur í tímann.
Í gömlu sundlauginni á laugardaginn var einnig flutningur á óhefðbundnu verki, Hel og heim aftur, en það var samstarf Leikfélags Hornafjarðar með Elísabetu Skagfjörð og Aron Martin Ásgerðarsyni. Um var að ræða nokkurs konar ferðalag um undirheima með hljóðmynd og lýsingu, en meðal flytjenda voru Selma Ýr Ívarsdóttir, en hún leiddi gestina til heljar og aftur upp listivel.
Voru báðir gjörningar vel sóttir.