Golfmót Sindra 2023

0
167

Golfmót Knattspyrnudeildar Sindra og Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið laugardaginn 23. september í góðu haustveðri. Þátttakan var góð þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks en um var að ræða Texas scramble fyrirkomulag þar sem tveir þátttakendur spila saman. Vinningar voru fjölmargir og hver öðrum glæsilegri. Keppnin var ansi jöfn en niðurstaðan var þessi:

  1. sætið – Bergþóra Ágústsdóttir og Ágúst Halldórsson
  2. sætið – Haraldur Jónsson og Elvar Arnarsson
  3. sætið – Halldór Sævar Birgisson

Þá voru veitt svokölluð Nándarverðlaun sem að þessu sinni hlutu Halldór Sævar Birgisson, Halldóra Katrín Guðmundsdóttir og Bergþóra Ágústsdóttir.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir 10. sætið og voru það Margrét Ingólfsdóttir og Jón Finnsson sem hlutu þau verðlaun. Fjölmörg útdráttarverðlaun voru einnig veitt til annarra þátttakenda. Að loknu móti gæddu golfarar sér á dýrindis hamborgum frá Norðlenska og allir fóru saddir og sáttir heim eftir gott mót.
Golfmót Sindra er að verða árlegur viðburður enda einstaklega vel heppnað mót. Viljum við í bráðabirgðastjórn knattspyrnudeildarinnar þakka öllum þeim sem styrktu mótið en það voru:
Hótel Höfn, Jöklajeppar og ís, Pakkhúsið, ÓJK – ÍSAM heildsala, Exeter Hótel, Skinney Þinganes, Krauma, Berjaya Iceland Hotels, Sundlaug Hafnar, John Lindsay heildsala, Hrafnavellir Guest House og Norðlenska.

Til hamingju allir sem tóku þátt, sjáumst aftur að ári liðnu á næsta Golfmóti Sindra!
Knattspyrnudeild Sindra og Golfklúbbur Hornafjarðar.