
Sveitakeppni Austurlands í golfi fór fram á Grænanesvelli á Norðfirði helgina 25.-26. júlí en allir sex klúbbar Austurlands sendu sveit í keppnina. Dregið var í riðla á fimmtudeginum og lenti Golfklúbbur Hornafjarðar í riðli með Golfklúbbi Seyðisfjarðar og Golfklúbbi Byggðarholts. Eftir langan laugardag hafði GHH sigur í riðlinum og komst í úrslit á sunnudeginum á móti Golfklúbbi Fljótdalshéraðs og sigraði GHH einnig þá og eru því Austurlandsmeistarar 2020. Þetta er í fyrsta sinn sem GHH vinnur á öðrum velli en á Silfurnesvelli en klúbburinn hefur unnið titilinn tvisvar sinnum áður en þá á heimavelli.