Um miðjan janúar kom golfkennarinn Brynjar Örn Rúnarsson og hélt skemmtilegt námskeið fyrir börn og unglinga. Kennslan var mjög vel sótt og er kærkomin viðbót við golftímabilið og gefur fögur fyrirheit fyrir gott golfsumar 2020. Einnig voru einkatímar í boði hjá Brynjari Erni og var vel látið að þeim tímum. Kvennagolfið hefur heldur betur rifið starfsemi golfklúbbsins upp á annað plan. Á hverjum sunnudagsmorgni mæta golfkonur og kallar í Báruna og æfa sveifluna og púttin.
Laugardaginn 22. febrúar kl.15:00 kemur Brynjar Örn í annað sinn til okkar og verður með æfingar fyrir yngri hópinn og kl.16 fyrir eldri unglingana. Námskeiðið fyrir börnin og unglingana er frítt og enn er möguleiki að bæta við þátttakendum. Þeir sem vilja skrá sig á námskeiðið gera það í gegnum netfangið saemundurh@hornafjordur.is En þeir sem vilja fá einkatíma geta skráð sig á facebook síðu golfklúbbsins eða í sama nefang.