Nú er fyrri sýningartörn á leikritinu Galdrakarlinum í Oz lokið og hafa 400 manns komið og séð sýninguna. Enn fleiri eiga pantað um næstu helgi en þá eru síðustu sýningarnar. Vert er að taka fram að ekki er mögulegt að bæta við fleiri sýningum en við reynum að koma fólki að eins og húsrúm leyfir! Við sem stöndum að sýningunni erum ótrúlega þakklát fyrir frábærar viðtökur á sýningunni sem við höfum unnið hörðum höndum að síðustu mánuði. Það er ómetanlegt að fá ykkur öll í Mánagarð og sjá ykkur upplifa töfra leikhússins.
Lengi lifi leikhúsið og listirnar.