Frjálsíþróttadeild Sindra – Hlaupahópur Hornafjarðar

0
425

Mikill kraftur hefur verið í Frjálsíþróttadeildinni en iðkendum í barna- og unglingastarfinu fjölgar á milli ára. Þá er stærsta aukningin hjá Hlaupahópnum sem er hluti af almennum íþróttum innan félagsins. Iðkendur þar eru yfir 40 talsins og eru þau virk í að brydda upp á starfið með alls kyns viðburðum líkt og Kampavíns og kjóla hlaupi, Jólakakó hlaupi og Gamlárs- búningahlaupi. Starfið er allt árið í kring og hefur hópurinn verið duglegur að taka þátt í mánaðarlegum vetrarhlaupum á vegum deildarinnar sem og fjölmennt á skipulögð hlaup líkt og Mýrdalshlaupið yfir vor/sumar tímann svo dæmi sé tekið. Fram undan er svo skipulag á utanvegshlaupi sem mun fara fram á Humarhátíð 2023 og bera nafnið Hlaupið fyrir Horn.