Starfshópur um leikskólamál – að tryggja farsæld barna og fjölskyldna
„Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk,...
Aðventan – tími örlætis og kærleika
Nú er aðventan gengin í garð. Fyrir flest okkar eru jólin tími fyrir fjölskyldu vini og hefðir. Fallegar skreytingar, eftirvænting og tilhlökkun. En jólin eru líka erfiður tími fyrir marga. Sumir finna fyrir einmanaleika, enda hafa ekki allir nána vini eða fjölskyldu til að eyða jólunum með. Þá er einnig algengt að fólk finni meira fyrir sorginni...
PLASTÚRA VOL I.
Plastúra Vol. I er nýstárleg sýning eftir listakonuna Ragnheiði Sigurðar Bjarnarson sem opnuð verður í Stúkusalnum í Miklagarði, klukkan 13:00 þann 9. Desember næstkomandi. Opið verður eftir samkomulagi við listakonuna fram til 30. Desember. Nánari opnunartími verður á FB-viðburðinum: Plastúra Vol. I.
Sýningin blandar saman lífrænum og plastefnum til að skapa nýtt lífríki, í...
Takk fyrir okkur!
Lungann úr síðustu viku voru fleiri nemendur í FAS en alla jafna. Ástæðan var sú að hér voru í heimsókn nemendur og kennarar í nýjasta samskiptaverkefni í FAS sem fjallar um náttúrulegar auðlindir. Þetta er tveggja ára verkefni sem hófst 1. ágúst og var fyrsta heimsóknin til Íslands. Þátttökulöndin eru Finnland, Noregur og Ísland og eru 10...
Fjölmenni á Góðgerðarkvöldi í Sindrabæ!
Á laugardagskvöldið s.l. var haldið góðgerðarkvöld í Sindrabæ til styrktar Krabbameinsfélagi Suðausturlands. Samnefnari þeirra sem fram komu á kvöldinu, var sá, að með einum eða öðrum hætti höfðu þeir stigið á svið með Hauki Þorvalds en hann var einmitt 80 ára þetta kvöld. Alls komu fimm hljómsveitir fram: EKRUBANDIÐ-RINGULREIÐ-STRÁKARNIR HENNAR STÍNU-BORGARARNIR-HLJÓMSVEIT HAUKS HELGA. Auk þeirra flutti Þorvaldur...