Vatnajökulsþjóðgarður kominn á heimsminjaskrá UNESCO
Vatnajökulsþjóðgarður er kominn á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi heimsminjanefndar UNESCO í Bakú í Aserbaídsjan föstudaginn 5. júlí á grundvelli þess að þjóðgarðurinn hafi að geyma einstakar náttúruminjar. Þar með er staðfest að náttúra þjóðgarðsins og friðlandsins í Lónsöræfum teljist hafa einstakt gildi fyrir mannkynið. Svæðið er einstakt á heimsvísu...
Arndís Ósk hlýtur styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands
Þann 25. júní síðastliðinn voru veittir styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands í tóflta sinn. Í ár hlutu 29 nemendur, sem stefna á nám við HÍ styrki og þar á meðal var Hornfirðingurinn Arndís Ósk Magnúsdóttir. Allir styrkþegar eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi námsárangri og einnig verið virk í félagsstörfum eða í listum...
Opinn fundur um Breiðamerkursand
Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til kynningar- og hugarflugsfundar um framtíð Breiðamerkursands og Jökulsárlóns í Mánagarði, þriðjudaginn 2. júlí n.k., frá kl. 18:00-22:00. Boðið verður upp á súpu og kaffiveitingar meðan á fundi stendur.
Svæðisráð hefur undanfarna mánuði unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand og er fundurinn liður í þeirri vinnu. Á fundinum verður óskað eftir hugmyndum og ábendingum...
Er gott að eldast ? – staða eldri borgara í nútíð og framtíð
Félag eldri Hornfirðinga og Sveitarfélagið Hornafjörður stóðu að málþinginu „Er gott að eldast ? – staða eldri borgara í nútíð og framtíð“ þann 22. maí síðastliðinn í Nýheimum.
Í fyrri hluta málþingsins fengu gestir innsýn í stöðuna eins og hún er í dag hvað varðar þjónustu sveitarfélagsins við eldri borgara og hvað Félag eldri Hornfirðinga býður upp á í félagsstarfi...
Útskrift frá FAS
Þann 26. maí fór fram útskrift frá FAS. Að þessu sinni útskrifuðust 20 stúdentar, einn nemandi lauk námi í fjallamennsku, tveir nemendur luku framhaldsskólaprófi, einn útskrifaðist af fisktæknibraut, einn nemandi útskrifaðist úr tækniteiknun og einn nemandi lauk A stigi vélstjórnar.
Nýstúdentar eru: Aleksandra Wieslawa Ksepko, Arnar Ingi Jónsson, Arndís Ósk Magnúsdóttir, Birkir Atli Einarsson, Birkir Fannar Brynjúlfsson, Brandur Ingi Stefánsson,...