Félag eldri Hornfirðinga 40 ára
Það er mikill áfangi fyrir félag að verða fjöríu ára og ennþá starfar FeH af miklum krafti og hefur gert það frá upphafi. Áherslur félagsins hafa auðvita breyst á þessum fjörutíu árum í takt við tíðarandann hverju sinni. Nú er það svo að flestir dagar vikunnar eru fullbókaðir af hinum ýmsu viðburðum og ekki má gleyma ferðum...
Sveit Golklúbbs Hornafjarðar Austurlandsmeistarar í golfi
Sveitakeppni Austurlands í kvennaflokki var haldin á Silfurnesvelli um liðna helgi en keppnin hefur legið niðri frá árinu 2015. Golfklúbbur Hornafjarðar (GHH) sendi tvær sveitir til leiks að þessu sinni en auk þeirra komu tvær sveitir frá Golfklúbbi Norðfjarðar (GN) og ein frá Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Segja má að veðurguðirnir hafi átt sinn þátt í því að...
Ungir Hornfirðingar slá í gegn á hestamannamóti
Ístölt Austurlands 2023 fór fram á Móvatni í febrúar. Þar fóru ungar og efnilegar hornfiskar hestakonur með sigur af hólmi í sínum greinum. Í B-flokki sigraði Elín Ósk Óskarsdóttir á Ísafold frá Kirkjubæ með einkunnina 8,76, í 2. sæti var Snæbjörg Guðmundsdóttir á Dís frá Bjarnanesi með einkunnina 8,67. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku unnu...
Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnardeildin Framtíðin – Takk!
Í Hornafirði er landslagið stórkostlegt og sannkallað heimili náttúruperla. Með háum fjöllum, djúpum giljum og tignarlegum Vatnajökli í norðri og hrikalegri strandlengju fyrir opnu hafi í suðri - sannkölluð náttúruparadís. Slíkri fegurð fylgir mikið aðdráttarafl og til okkar flykkjast nú ferðamenn sem aldrei fyrr.Hér í Hornafirði erum við með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og...
Á haustin smölum við öllum í fjallgöngu!
Það er hefð í Grunnskóla Hornafjarðar að fara í gönguferð að hausti með alla nemendur í 5.-10. bekk. Þá geta nemendur valið sér 2-3 mismunandi leiðir, allt frá léttri göngu til frekar krefjandi fjallgöngu, allt eftir getu og áhuga. Í ár var stefnan tekin á Bergárdalinn og valið stóð á milli þriggja leiða á Bergárdalssvæðinu. Það vildi...