Takk fyrir stuðninginn kæru Hornfirðingar
Félagar í Kiwanisklúbbnum Ós þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem Hornfirðingar sýndu í G-veislu klúbbsins núna í mars. Konur voru sérstaklega velkomnar að þessu sinni að njóta veitinga, veislu og dansleiks. Veislan tókst sérlega vel. Veislustjórinn Þorkell Guðmundsson sem er höfundur Pabbabrandara fór á kostum.
Matseðill var m.a. saltað hrossa- og sauðakjöt, hnísa...
Bráðskemmtilegur fjölskylduvænn söngleikur
Nú styttist óðum í frumsýningu á hinum sívinsæla fjölskyldusöngleik Galdrakarlinum í Oz. Verkið er sett upp í Mánagarði í samstarfi leikfélags Hornafjarðar við FAS. Flestir ættu nú að kannast við hinar ýmsu sögupersónur sem eru á kreik í Oz og nágrenni en sem dæmi má nefna Dórótheu, hundinn Tótó, fuglahræðuna, járnkarlinn, ljónið, góðu norðannornina, vondu vestannornina og...
Isabella Tigist í Söngkeppni framhaldsskólanna
Isabella Tigist Felekesdóttir mun taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Keppnin fer fram þann 1. apríl í Kaplakrika sem er í Hafnarfirði. Gaman væri ef sem flestir myndu sýna stuðning. Miðasala á keppnina hefst 10. mars kl 10:00 á tix.is og er 14.ára aldurstakmark á keppnina. Allir geta keypt miða á litlar 4500...
Hver er Sjonni bæjó?
Sigurjón Andrésson er nýorðinn bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði. Okkur langaði að kynnast honum betur þannig við kíktum í heimsókn í Ráðhúsið og fengum að spjalla við hann.Sigurjón Andrésson er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum. Hann hefur sinnt ýmsum störfum, til að mynda fór hann ungur á sjó, vann í bakaríi og í kjölfarið lauk hann bakaranámi....
Sindri Örn og Vöruhúsið
Sindri Örn Elvarsson er forstöðumaður Vöruhússins. Þar getur fólk unnið að ýmsum föndurverkefnum með þeim tækjum og tólum sem þar eru að finna.Bæði grunnskólinn og framaldsskólinn nýta sér aðstöðuna til þess að vinna að skapandi verkefnum. Fab Lab er einnig opið fyrir almenning þegar ekki er kennsla í húsnæðinu.Markmið Sindra er fyrst og fremst að halda áfram...