Unglingalandsmót UMFÍ
Það fór sennilega framhjá fæstum að Unglingalandsmót UMFÍ fór fram hér á Höfn um verslunarmannahelgina. Um það bil þúsund keppendur tóku þátt og má reikna með að um 4-5 þúsund manns hafi verið í bænum vegna mótsins. Keppt var í hinum ýmsu greinum og alls voru 21 grein í boði. Metþátttaka var í greinum á borð...
Glacier Trips styrkir yngri flokka Sindra
Á undanförnum vikum hefur haust starf yngri flokka Sindra í knattspyrnu verið að fara af stað. Yfir 100 iðkendur æfa knattspyrnu hjá deildinni allt frá tvisvar til fjórum sinnum í viku í Bárunni. Það er því mikilvægt að endurnýja bolta og búnað reglulega til að hægt sé að bjóða þjálfurum og iðkendum upp á bestu aðstöðu til æfinga. Mánudaginn...
Félagslandbúnaður í Hornafirði
Mánudaginn síðastliðinn var haldinn áhugaverður kynningarfundur um félagslandbúnað. Fundurinn var haldin í Nýheimum við mikinn áhuga viðstaddra. Eftir stutta útskýringu á hugmyndafræði félagslandbúnaðar (e. Community supported agriculture / CSA) fengu fundargestir kynningu frá Hildi Dagbjörtu Arnardóttur hjá Gróanda á Ísafirði. Gróandi er sjálfstætt ræktunarfélag sem hefur þann eina tilgang að rækta grænmeti fyrir félagsmenn sína án hagnaðar og er...
Hornafjarðarfljót
Brátt mun gamla brúin yfir Hornafjarðarfljót ljúka sínu hlutverki þegar ný lega Hringvegarins með nýrri brú verður tekin í notkun, sem áætlanir gera ráð fyrir að verði árið 2024. Ákveðið var að setja brúna framar í forgangsröðun framkvæmda með tillögu í samgönguáætlun sem undirritaður lagði fram haustið 2019. Ávinningurinn af breyttri forgangsröðun er umtalsverður. Ný brú yfir...
Hvað er Kiwanis ?
Oft erum við spurðir hvað Kiwanis er.
Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa það að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna.
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir....