2 C
Hornafjörður
27. apríl 2024

Hljómsveitin Fókus sigurvegarar Músíktilrauna

Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma. Rokkhljómsveitin...

Geðheilsa barna

Á undanförnum árum hefur kvíði barna fengið verðskuldað rými í samfélagsumræðunni. Það skal engan undra enda kvíði algengt vandamál meðal barna og ein helsta ástæða þess að foreldrar leita til sálfræðinga með börn sín. En kvíði, í sjálfu sér, er ekki vandamál heldur eðlileg og gagnleg tilfinning sem allir upplifa og hjálpar okkur að komast af. Kvíði...

Nítugasta ársþing Ungmennasambands Úlfljóts

Nítugasta ársþing USÚ fór fram á Hótel Vatnajökli, fimmtudaginn 23. mars s.l. Þingið var vel sótt en alls mættu 38 fulltrúar af þeim 52 sem rétt áttu til þingsetu. Öll virk aðildarfélög, nema tvö sendu fulltrúa á þingið. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri stýrði þinginu og Jón Guðni...

Björgvin Heiðraður silfurmerki KKÍ

Björgvin Erlendsson hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir körfuknattleiksdeild Sindra um áraraðir. Allt frá því að standa vaktina í sjoppunni, standa fyrir fjáröflunum, sinna stjórnarstörfum og allt þar á milli. Ungmennafélög þurfa að stórum hluta að treysta á sjálfboðaliða í sínu starfi svo allt gangi smurt og eru fólk eins og Björgvin sem leggja allt sitt af mörkum fyrir...

Fjölmenning í sveitarfélaginu Hornafirði

Hnattvæðingin sem einkennt hefur samfélög um heim allan síðustu áratugi felur meðal annars í sér mikla fólksflutninga. Þökk sé hraðri þróun í samskipta- og flutningstækni hefur í sjálfu sér aldrei verið auðveldara að flytja milli landa, enda er heimurinn orðinn svo tæknivæddur að samskipti milli mismunandi landa, svæða og einstaklinga hafa aldrei verið skilvirkari. Þessar breytingar sem...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...