ÁRSREIKNINGUR SVEITARFÉLAGSINS HORNAFJARÐAR 2022 – ...
Ársreikningur Sveitarfélagsins Hornafjarðar fyrir árið 2022 sýnir jákvæða afkomu og sterka stöðu sveitarsjóðs. Afkoma A-hluta var jákvæð um 218 milljónir króna og í A- og B-hluta var niðurstaðan jákvæð um 232 milljónir króna. Eigið fé í árslok 2022 í A- og B-hluta nam 5.709 milljónum króna og var 4.984 milljónir króna í A-hluta....
BJARNANESKIRKJA VIÐ LAXÁ ENDURGERÐ
Það eru margir sem sakna Bjarnaneskirkju við Laxá enda var þetta glæsileg kirkja sem stóð á fallegum stað í Nesjum, og eiga þar margir góðar minningar. Á dögunum var Bjarnanessókn færð kirkjan endurbyggð að gjöf í formi líkans. Þúsundþjalasmiðurinn Ragnar Imsland sá um smíðina, allt frá girðingarstaurum að kirkjuklukkunni sem hangir í turni kirkjunnar. Þetta er sannkölluð...
Solander 250 í Svavarssafni
Sýningin Solander 250: Bréf frá Íslandi verður opnuð í Svavarssafni laugardaginn 20. maí klukkan fjögur. Undanfarna mánuði hefur þessi sýning farið á milli safna á Íslandi, fyrsti viðkomustaður var Hafnarborg í Hafnarfirði, en síðan þá hefur hún farið um allt land, til Vestmannaeyja, Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar svo nokkrir staðir séu nefndir, og er nú loks komin...
Fjórða tunnan
Í ljósi umræðu um fasteignagjöld, sorpgjöld og fyrirkomulag sorphirðu langar okkur að upplýsa meira um viðfangsefnið. Vegna nýrra lagabreytinga um meðhöndlun úrgangs munu verða þær breytingar á sorpflokkun hér í sveitarfélaginu að við hvert heimili verða fjórar tunnur: Plast, pappi, lífrænt og síðan blandaður úrgangur. Í þessu yfirliti viljum við fara yfir þessar breytingar ásamt öðrum viðfangsefnum...
Forsætisráðherra heimsækir Höfn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd á Höfn föstudaginn 5. maí. Ástæða heimsóknarinnar var til þess að funda með Hornfirðingum um Sjálfbært Ísland. Fundurinn sem var haldinn í Vöruhúsinu var bæði vel sóttur og vel heppnaður. Hér í Hornafirði er unnið af fullum krafti af því að innleiða stefnuna Hornafjörður náttúrulega sem byggir einmitt á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna...