Þrítugsafmæli Kiwanisklúbbsins Óss – saga hans í nútíð og fortíð
Þann 12. september fagnar Kiwanisklúbburinn Ós 30 ára afmæli sínu en hann var stofnaður 1987 og vígður 4. maí 1988. Á tímamótum sem þessum er vel við hæfi að líta um öxl og rifja upp aðdraganda að stofnun klúbbsins og sögu hans. Árið 1975 var haldið 5. Umdæmisþing Kiwanis hér á Höfn í Hornafirði og reynt í framhaldi af...
Sterkasta kona Íslands 2017
Keppnin Sterkasta kona Íslands 2017 fór fram helgina 2. - 3. september á Akureyri. Keppt var í loggalyftu, réttstöðulyftu, uxagöngu, hleðslugrein og helluburði.
Í -82 kg flokki sigraði Hornfirðingurinn Lilja B. Jónsdóttir og í 2. sæti varð Margrét Ársælsdóttir. Frábær árangur hjá þessari kraftmiklu íþróttakonu.
Í opnum flokki sigraði Zane Kauzena, í 2. sæti Ragnheiður Ósk Jónasdóttir, í 3. sæti Berglind...
Austfjarðartröllið
Kraftakeppnin Austfjarðartröllið var haldin vítt og breitt um austfirði helgina 24. til 26. ágúst. Að þessu sinni hófst hún á Höfn í Hornafirði og fór keppnin fram á bryggjunni. Um er að ræða aflraunakeppni þar sem sterkustu menn landsins berjast um samnefndan titil. Keppninni lauk á Breiðdalsvík þann
26. ágúst og voru úrslitin eftirfarandi:
sæti Ari Gunnarsson
sæti Sigfús Fossdal
sæti Eyþór Ingólfsson...
Álaugarey – með réttu eða röngu
Af og til, á liðnum árum, hef ég velt fyrir mér örnefninu, sem í daglegu tali kallast Álaugarey.
Í skipulagi sveitarfélagsins Hornafjarðar er eyjan nefnd Álögarey. Eyjan er nú orðin landföst eftir viðamiklar hafnarframkvæmdir. Þeim framkvæmdum var m.a. lýst í frétt sem birtist á forsíðu Þjóðviljans 27. maí 1966. Fréttina skrifaði Þorsteinn L. Þorsteinsson og var teikning hans meðfylgjandi. Teikningin...
Vetraropnun í Gömlubúð
Til þess að koma til móts við aukinn fjölda ferðamanna á svæðinu yfir vetrartímann, höfum við tekið þá ákvörðun að lengja vetrar-opnunartímann í Gömlubúð. Frá og með 1. október verður opið frá kl. 9 til 17, alla daga vikunnar. Við viljum einnig minna ferðaþjónustuaðila á að okkur er það ljúft og skylt að taka á móti hópum, stórum sem...