Fjórða tunnan
Í ljósi umræðu um fasteignagjöld, sorpgjöld og fyrirkomulag sorphirðu langar okkur að upplýsa meira um viðfangsefnið. Vegna nýrra lagabreytinga um meðhöndlun úrgangs munu verða þær breytingar á sorpflokkun hér í sveitarfélaginu að við hvert heimili verða fjórar tunnur: Plast, pappi, lífrænt og síðan blandaður úrgangur. Í þessu yfirliti viljum við fara yfir þessar breytingar ásamt öðrum viðfangsefnum...
Vorprófum háskólanema lokið í Nýheimum
Nú sem fyrr hefur fjöldi háskólanema þreytt lokapróf sinna háskóla í Nýheimum en þekkingarsetrið hefur haldið utan um prófaþjónustu fyrir alla háskóla landsins, að listaháskólanum undanskildum. Er þetta sjötti veturinn sem setrið sinnir þessu verkefni en einnig bjóðum við álíka þjónustu til sí-og endurmenntunarmiðstöðva sem og erlendra háskóla í samstarfi við þá, sé þess óskað. Á vorönn...
UMF Sindri fær veglegan styrk
Á dögunum barst okkur hjá Sindra 600.000 kr. styrk frá þeim góðu konum er standa að Hirðingjunum á Hornafirði. Einnig barst okkur annar styrkur frá ónefndum aðila og saman gerði stuðningur þeirra okkur kleift að kaupa fyrir félagið tvær Live Veo myndavélar, aukahluti og ársáskrift, sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna leiki félagsins...
Oddný á Gerði og aðrar rismiklar og líflegar kerlingar 19. aldar
Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 4. nóvember og hefst kl 11:00 um morguninn. Eins og yfirskrift málþingsins ber með sér verður fjallað um konur á 19. öld, þar sem Oddný á Gerði (1821-1917) verður fremst í flokki.
Þeir Þórbergur og Steinþór Þórðarsynir gerðu hana ódauðlega með skrifum sínum og aðdáun á gáfum hennar og...
Nítugasta ársþing Ungmennasambands Úlfljóts
Nítugasta ársþing USÚ fór fram á Hótel Vatnajökli, fimmtudaginn 23. mars s.l. Þingið var vel sótt en alls mættu 38 fulltrúar af þeim 52 sem rétt áttu til þingsetu. Öll virk aðildarfélög, nema tvö sendu fulltrúa á þingið. Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður USÚ setti þingið og bauð þingfulltrúa velkomna. Sigurjón Andrésson bæjarstjóri stýrði þinginu og Jón Guðni...