Söfn og sýningar á Suðurlandi – fræðsluefni fyrir börn á grunnskólaaldri
Á dögunum var sett af stað eitt áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Það eru samtals 14 söfn og/eða sýningar á Suðurlandi sem taka þátt í verkefninu. Um er að ræða verkefni þar sem söfnin/sýningarnar hanna og þróa fræðsluefni fyrir gesti á grunnskólaaldri. Afurðinni er ætlað að efla fræðsluþátt safnanna/sýninganna sem og að efla möguleika þeirra...
Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gefa þrekhjól
Lionsklúbburinn Kolgríma og Hirðingjarnir gáfu á dögunum tvö þrekhjól í sjúkraþjálfun HSU Hornafirði. Hjólin koma sér sérstaklega vel en þau leysa af hólmi eldri þrekhjól sem eru orðin lúin. Það er ómetanlegt að fá svo veglegar og nytsamlegar gjafir. Stefnt er að því að koma gömlu hjólunum í notkun í Ekrunni þegar búið er að laga þau. Við viljum...
Sögustund á bókasafninu
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar hefur ákveðið að endurvekja sögustundir á Bókasafninu í samstarfi við gestalesara. Frumraunin var laugardaginn 28. október og tókst sú stund einstaklega vel. Vel var mætt og voru 26 krakkar að hlýða á sögurnar þegar mest var, auk foreldra, yngri og eldri systkina. Stefnt verður að því að hafa Sögustundirnar annan hvern laugardag kl. 13:30-14:00 og miðast...
Nýheimar – þekkingarsetur tekur við þjónustu við háskólanema á Hornafirði
Undanfarin misseri hefur Háskólafélag Suðurlands í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands veitt háskólanemum á Hornafirði þjónustu í tengslum við próftöku og aðgang að lesaðstöðu í Nýheimum.
Á fundum stjórna Háskólafélags Suðurlands og Nýheima - þekkingarseturs í október var ákveðið að Nýheimar - þekkingarsetur muni framvegis þjónusta háskólanema á Hornafirði. Háskólafélagið mun áfram vera aðili að Nýheimum - þekkingarsetri og við þetta...
FAS í 30 ár
Eins og kom fram í upprifjun á fésbókarsíðu Eystrahorns í septembermánuði síðastliðnum þá eru 30 ár síðan Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu var stofnaður. Í tilefni af þessum tímamótum verða hinir árlegu Vísindadagar í skólanum sem standa yfir þessa dagana tileinkaðir þrítugsafmælinu. Lesendur Eystrahorns og íbúar á Suðausturlandi eru því minntir á afmælið með ýmsum hætti og eru beðnir að fylgjast...