Hafnarhittingur
Í nútímasamfélagi þar sem töluvert er um streitu, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun er mikilvægt að hlúa að aðstæðum sem vinna gegn þessum þáttum. Fjölskyldan og góð félagsleg tengsl er það sem hefur hvað mest vægi til að vinna gegn þessum neikvæðu þáttum. Hafnarhittingur er framlag nemenda og starfsmanna Grunnskólans til að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og bæta...
Sunddeild Sindra
Síðastliðna helgi 26. nóvember fórum við á Bikarmót UIA á Djúpavogi.
Þar voru saman komin auk Sindra, Austri, Neisti og 1 keppandi frá Þrótti. Sindri var með 11 börn.
Allir keppendur frá Sindra unnu til verðlauna og sumir fleiri en ein.
Þjálfarinn okkar er Viktoria Ósk og kemur frá Breiðablik, reynd sundkona og þjálfari. Einnig þjálfar hún garpa- og dömuhóp.
Framhaldið hjá okkur...
Leikskólinn Sjónarhóll
Í ágúst sl. hóf verktakafyrirtækið Karlsbrekka ehf. byggingu nýs leikskóla við Kirkjubraut. Leikskólinn hefur hlotið nafnið Sjónarhóll og voru þrjú hönnunarfyrirtæki í samstarfi um hönnun hans; Arkþing ehf., Mannvit verkfræðistofa og Landhönnun slf.
Á meðan beðið er eftir nýju húsi er starfsemi leikskólans öll á Sjónarhóli við Víkurbraut þar sem bráðabirgðahúsnæði, sem gengur undir nafninu hvíta húsið, hefur verið komið...
Málefni ferðaþjónustuaðila
Nýverið stóðu Ríki Vatnajökuls ehf. og Ferðamálafélag Austur-Skaftafellssýslu fyrir tveimur fundum um málefni ferðaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu. Ríki Vatnajökuls ehf. er fyrirtæki í sameiginlegri eigu ferðaþjónustufyrirtæka á Suðausturlandi en hefur notið góðs stuðnings Sveitarfélagsins Hornafjarðar til markaðssetningar og vöruþróunar í ferðaþjónustu. Ferðamálafélagið hafði um árabil, áður en Ríki Vatnajökuls var stofnað 2007, verið helsti vettvangur ferðaþjónustuaðila til að fjalla um...
Ungmennaþing 2017
Þann 6. nóvember síðastliðinn stóð Ungmennaráð Hornafjarðar fyrir öðru ungmennaþingi sínu. Samkvæmt erindisbréfi Ungmennaráðs Hornafjarðar skal ungmennaþing haldið á ári hverju. Þingið var haldið í Nýheimum en þátttakendur þingsins voru nemendur úr 8. - 10. bekkjar Grunnskóla Hornafjarðar og nemendur Framhaldsskólans í Austur- Skaftafellssýslu og tóku um 100 ungmenni þátt. Þinginu var skipt í tvo hluta, annars vegar fyrirlestra...