Skuggakosningar 2018
Samhliða komandi sveitarstjórnarkosningum mun Ungmennaráð Hornafjarðar standa fyrir skuggakosningum. Skuggakosningar eru kosningar fyrir ungmenni á aldrinum 13-17 ára þar sem þeirra skoðun fær að koma fram. Öll vitum við að kosningaþátttaka ungs fólks síðustu ár hefur verið virkilega slæm. Til þess að bregðast við því hafa skuggakosningar komið til sögunnar, þær gilda vitaskuld ekki en þær kenna ungu fólki...
Hreindýrið á Höfn
Í vetur og vor hefur eitt hreindýr haldið sig á Höfn. Lengi vel var það í Óslandi, en hefur einnig flakkað um bæinn og sést á tjaldstæðinu, nærri íbúðarhúsum og víðar.
Hreindýr eru yfirleitt í hópum, en þó má búast við að sjá stök dýr, einkum síðla vetrar og stundum eru þau veikburða. Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýr og til þeirra...
Hvenær skal sækja um byggingaleyfi?
Sækja þarf um byggingaleyfi áður en byrjað að grafa grunn að mannvirki, breyta því, rífa eða flytja það, breyta burðakerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi.
Byggingafulltrúi sveitarfélagsins sér um að annast útgáfu byggingaleyfa fyrir mannvirki sem staðsett eru í
Sveitarfélaginu Hornafirði.
Samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingareglugerðar nr. 112/2012 þarf að byrja á að hafa...
Sveitarfélagið Hornafjörður – Heilsueflandi samfélag
Mig langar að skrifa hér nokkrar línur um Heilsueflandi samfélag því ég held að margir telji að Heilsueflandi samfélag sé eitthvað sem snýr eingöngu að hreyfingu og íþróttum. En það er ekki alls kostar rétt. Heilsueflandi samfélag snýst að sjálfsögðu að einhverjum hluta um hreyfingu og þær íþróttir sem íbúar sveitarfélagsins stunda en jafnfætis því er t.d. almennt heilbrigði...
Starfsemi Vöruhúss og Fab Lab Hornafjarðar
Vöruhúsið er list- og verkgreinahús okkar Hornfirðinga. Þar er að finna ýmsa aðstöðu til sköpunnar eins og t.d. ljósmyndun, textíl, myndlist, tónlist, smíðar og nýsköpun. Grunnskólinn og framhaldsskólinn nýta húsið til kennslu í list- og verkgreinum og almenningi gefst kostur að nýta aðstöðuna eftir skólatíma.
Í Vöruhúsinu er að finna Fab Lab smiðju Hornafjarðar en í henni er boðið upp...