Fjölmenni á Góðgerðarkvöldi í Sindrabæ!

0
162

Á laugardagskvöldið s.l. var haldið góðgerðarkvöld í Sindrabæ til styrktar Krabbameinsfélagi Suðausturlands. Samnefnari þeirra sem fram komu á kvöldinu, var sá, að með einum eða öðrum hætti höfðu þeir stigið á svið með Hauki Þorvalds en hann var einmitt 80 ára þetta kvöld. Alls komu fimm hljómsveitir fram: EKRUBANDIÐ-RINGULREIÐ-STRÁKARNIR HENNAR STÍNU-BORGARARNIR-HLJÓMSVEIT HAUKS HELGA. Auk þeirra flutti Þorvaldur Borgar Hauksson lagið Stál og hnífur,ásamt því að vera kynnir kvöldsins. Mikil og góð stemning var allt kvöldið hjá þeim 160 manns sem mættu og endaði kvöldið að sjálfsögðu með laginu um hana Rabbarbara Rúnu! Ágóði af kvöldinu nam 450.000.00 krónum. Krabbameinsfélagið vill færa þeim sem sóttu kvöldið fyrir sín framlög og sérstaklega öllum þeim tónlistarmönnum sem stóðu fyrir góðgerðarkvöldinu ! Þetta styrkir félagið enn frekar við að aðstoða þá sem leita sér aðstoðar til félagsins í að ná árangri í baráttunni við meinið !
Minnum á bleiku slaufuna!
Kærar þakkir og kveðjur til ykkar!
Stjórn KrabbameinsfélagsSuðausturlands.