Fimleikadeild Sindra lauk sínu þriðja og síðasti móti um síðustu mánaðarmót. Íslandsmóti unglinga í hópfimleikum var skipt í tvö mót. Þrjú lið fóru frá Sindra á fyrra mótið sem haldið var í Digranesi, Kópavogi. 5. flokkur lenti í 7. sæti í b.deild, stóðu sig með stakri prýði á sínu öðru móti í fimleikum. Kke eða eldri strákarnir okkar lentu í 4. sæti og voru að venju flottir. 4. flokkur mix lenti í 1. sæti og bættu sig á öllum áhöldum milli móta. Seinna mótið var haldið í Mosfellsbæ en þar voru tvö lið að keppa frá Sindra. 3. flokkur lenti í 9. sæti og stóðu sig vel. 1. flokkur keppti síðan í b deild og enduðu í 2. sæti en voru í 1. sæti á dýnu og trampi. Það er vert að nefna það, að ekkert lið frá Sindra hefur fengið eins mörg stig og 1. flokkurinn eða 39,395 stig.
Við enduðum fimleikaveturinn á lokahófi þar sem haldin var sýning og veittar voru viðurkenningar sem styrktar hafa verið síðustu ár af Króm og Hvítt. Við þökkum þeim kærlega fyrir veittan stuðning. Einnig þökkum við Ice guide fyrir styrk á þjálfarafatnaði deildarinnar.
Að sýningu lokinni fengu 75 iðkendur viðurkenningarpening með þökk fyrir veturinn. Við veittum svo verðlaun fyrir mestu framfarir hjá öllum keppnishópum. Í 5. flokki fékk Björg Sveinsdóttir verðlaun. Í 4. flokki mix fékk Guðlaug Gísladóttir verðlaun og í 3. flokki fékk Magndís Lóa Aðalsteinsdóttir. Í strákahópi fékk Kári Hjaltason verðlaun, og í 1. flokki var það Hildur Margrét Björnsdóttir. Einnig var veitt verðlaun fyrir besta félagann hjá deildinni og var það Aðalheiður Sól Gautadóttir. Að lokum var Fimleikamaður Sindra 2019 krýndur og hlaut Friðrik Björn Friðriksson þann titil.
Þjálfarar og stjórn Fimleikadeildar Sindra þakka kærlega fyrir veturinn og við viljum einnig þakka þeim sem lögðu hönd á plóg í að ganga frá og stilla upp fimleikasal okkar í Mánagarði í vetur og þeim sem komið hafa að starfinu með einum eða öðrum hætti.
Fyrir hönd Fimleikadeildar Sindra,
Einar Smári Þorsteinsson – Yfirþjálfari