Ferðalag fjölskyldutengsla – frá Norður-Ameríku til Íslands

0
339

Evan Tor lagði upp í för til Ísland í þeirri von að kynnast íslenskum uppruna sínum betur. Ævintýrið endaði sem fallegt ferðalag fjölskyldutengsla og menningarlegra uppgötvunnar. Evan Tor Kartenson, bandarískur tónlistarmaður var þátttakandi í verkefninu Snorri program, samtök sem hafa þann tilgang að hjálpa íslenskum Norður-Ameríkubúum að tengjast íslenskum rótum sínum.

Evan Tor kemur frá frá Fargo í Norður-Dakóta, þar sem margir Íslendingar hafa sest að í gegnum árin. Þar lifir hann annasömu lífi sem háskólanemi, ásamt því að starfa sem einkakennari í tónlist og að spila í rokkhljómsveitinni Walking Phoenix. Evan Tor hefur alltaf langað til þess að vita meira um íslensku arfleifð fjölskyldu sinnar og ákvað því að leggja af stað í þetta ferðalag til þess að kanna land forfeðra sinna í sumar með hjálp Snorri program.

Ferðalagið hófst á tveimur vikum í Reykjavík þar sem boðið var upp á tungumálakennslu í Háskóla Íslands og fyrirlestra um íslenska sögu og þjóðsögur. Evan Toe ásamt hinum þátttakendunum skoðaði söfn í Reykjavík og drakk í sig líflegt andrúmsloft höfuðborgarinnar áður en leiðin lá út á land. Þátttakendurnir fóru vítt og dreifð um landið inn á heimili íslensku ættingja sína. Samtökin sjá um að finna ættingja fyrir þátttakendur og reyna að finna þá sem eru þeim skyldastir, oft er miðað við fjögurra eða fimm kynslóða tengingu segir hann.

Evan Tor hafði komið áður til Íslands með foreldrum sínum og hitt nokkur
skyldmenni en hann vissi að hann ætti enn eftir að hitta mörg þeirra. Hann fékk til þess tækifæri í sumar þegar honum var boðið að koma og eyða tíma með fjölskyldu á Höfn, hjá þeim hjónum Þóru Jónu Jónsdóttur og Sigfúsi Harðarsyni, eða Nónu og Fúsa eins og þau eru oftast kölluð.
Evan hafði ekki hitt þau áður en samtökin höfði samband við Þóru þar sem þau voru ein af náskyldustu ættingjum hans en afi Þóru og langafi Evans voru bræður.

Nóna og Fúsi tóku með glöðu geði við þessari bón og ferðuðust með hann um víðann völl og kynntu hann fyrir enn fleiri frænkum og frændum. Dýrmætast þótti Evan að heimsækja Vattarnes, fæðingarstað langafa hans, það hafði sterk áhrif á hann að heimsækja staðinn sem hann hafði einungis séð á fjölskyldumálverkum og ljósmyndum. Það var mögnuð stund segir hann.

Langafi Evan Tor, Sigurður Kjartansson flutti frá Vattarnesi 6 ára gamall með móður sinn og yngri bróður sínum til Kanada í kringum 1900, þriðji bróðirinn varð eftir á Vattarnesi en sá var afi Nónu. Sigurður settist að lokum að í Bandaríkjunum og stofnaði þar fjölskyldu. Því miður tapaðist mikið af tungumálinu og menningunni í umskiptunum en bæði Evan Tor og faðir hans hafa mikinn áhuga á að endurnýja tengslin og rækta ræturnar sem hann náði svo sannarlega að gera í þessari ferð.

Evan Tor segir reynsluna ómetanlega og lýsir yfir þakklæti sínu fyrir upplifunina. Hjá fjölskyldunni fékk hann að heyra ótal sögur og upplýsingar sem hann getur deilt áfram með sínu fólki í Fargo. Fjölskyldan hans í Bandaríkjunum er lítil og segir hann því frábært að komast að því að hér eigi hann stóra og mikla fjölskyldu. Hann fékk að hitta mörg þeirra sem hann hafði gaman af, þá sérstaklega þegar honum var sagt að hann líkist hinum eða þessum úr fjölskyldunni, það hafi fyllt hann stolti og léti hann finnast eins og hann tilheyrði
þeim.

Evan Tor segir Snorra verkefnið að þessu leytinu til frábært og að það hafi skilað því sem hann hafði vonað. Tenging hans við ræturnar séu sterkari og hann hafi eignast stærri fjölskyldu sem hann segir ómetanlegt. Þau eru staðráðin í að halda sambandi, Nóna og Fúsi eru að skipuleggja heimsókn til Fargo og Evan Tor ætlar að koma aftur til Íslands eftir 2 ár.

Evan Tor kvaddi Ísland með þakklæti í hjarta yfir fegurð landsins, nýjum fjölskyldumeðlimum og sterkari
tengslum.

Eystrahorn hvetur áhugasama að kynna sér samtökin á heimasíðu þeirra
www.snorri.is. Verkefnið er verðugt og áhugavert mjög, þar sem það hvetur ungt fólk til þess að styrkja rætur sínar og efla menningartengslin milli þessa tveggja landa. Þar má líka finna verkefni sem heitir Snorri West þar sem Íslendingar geta heimsótt ættingja í Norður Ameríku.

Eystrahorn þakkar Evan Tor fyrir spjallið og óskar honum góðs gengis.