Félag eldri Hornfirðinga hvílir starfsemi sína

0
559
FEH skoða Flóaáveituna í september fyrir ári. Vonandi styttist í að hægt verði að fara í góða ferð.

Í ljósi nýrra sóttvarnareglna hefur stjórn FEH ákveðið að hvíla starfsemina meðan þessar reglur eru í gildi.
Samkvæmt fyrirmælum er okkur ætlað að vera með starfsemi félagsins eingöngu í innri herbergjum Ekru og ganga inn um smíðastofudyrnar sem okkur finnst illframkvæmanlegt.
Við viljum sýna varúð í verki og ekki bera ábyrgð á neinu starfi til 17. nóvember. Við vonum að þá verði ástandið farið að lagast og við getum aftur komist inn í Ekru um réttan inngang og hafið starfsemina á ný með gleði í hjarta. Þangað til er upplagt að njóta útivistar eins og hægt er og fylgja öllum sóttvarnareglum svo sem fjarlægðartakmörkum, handþvotti, sprittun og grímunotkun.
En auðvitað verður þetta allt að koma í ljós og við tökum upp þráðinn strax og hægt verður og auglýsum á fb-síðum og hér í blaðinu og þið fylgist með.
Við gerum þetta saman. Komum svo hress og kát eftir að þessu lýkur.

Guðbjörg Sigurðardóttir
formaður