Blakdeild, Sunddeild og Fimleikadeild Sindra

0
647
Karlalið Sindra í Blaki

Yngri flokkar í blakinu hafi verið á undanhaldi eftir að stór hópur á unglingastiginu hélt á önnur mið eftir grunnskólann. Gaman er að segja frá því að meirihluta þeirra iðkenda héldu iðkun sinni áfram með öðrum liðum og eru að standa sig prýðilega. Þá er uppgangur hjá mfl. kvenna en þær keppa á Íslandsmóti í 2. deildinni og verma þar topp sætið eftir eina umferð. Þá er karlablak einu sinni í viku þar sem allir eru velkomnir að taka þátt og hafa gaman með vel eldri reynsluboltum. Stefnt er að því að halda innan félags jólamót á milli jóla og nýárs ef þátttaka næst.
Sunddeildin heldur sínu striki á milli ára og Garparnir sömuleiðis. Þá eru við stolt að segja frá því að afreks iðkandi Sindra sem útskrifaðist úr grunnskóla og líkt og aðrir í þeim árgangi héldu á önnur mið, hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína og þá þjálfun sem hefur átt sér stað í herbúðum Sindra.
Fimleikarnir halda áfram sínu starfi eftir bestu getu en erfitt hefur reynst að fá yfirþjálfara og hefur það sett gríðarlegt strik í starfið og erum við að horfa á fækkun á iðkendum á eldra stigi. Deildin er þó lánsöm að búa yfir ungum þjálfaraefnum sem hafa staðið sig með miklum sóma og haldið starfinu gangandi. Þá má einnig nefna að deildin óskar eftir að fá fólk í stjórn og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að láta gott af sér leiða til þess að hafa samband við núverandi stjórn eða framkvæmdastjóra.