Allir „út að borða- heima“ í Sveitarfélaginu Hornafirði!

0
1107

Í ljósi fyrirmæla sóttvarnarlæknis varðandi samkomur fólks vegna Covid-19 faraldursins hafa nokkrir veitingastaðir í sveitarfélaginu eflt þjónustu sína við íbúa sem kjósa að panta mat til að fara með heim.

*Eftirfarandi fyrirtæki bjóða upp á að koma og sækja mat eða fá sendan heim:

Kaffi Hornið

Kaffi Hornið er opið daglega frá kl. 11:30-22:00. Hægt er að hringja í síma 478-2600 og panta mat til að sækja. Þeir sem eiga ekki heimangengt geta fengið mat sendan heim.

Matseðil er hægt að sjá á heimasíðunni www.kaffihornid.is og nánari upplýsingar um rétt dagsins er að finna á fésbókarsíðu Kaffi Hornsins.

Z-Bistro

Z-Bistro er opið daglega frá kl. 12-14 og 18-20. Hægt er að hringja í síma 478-2300 til að panta mat og sækja. Þeir sem ekki eiga heimangengt geta óskað eftir heimsendingu. Matseðil og upplýsingar um rétt dagsins er hægt að nálgast á fésbókarsíðu Z-Bistro.

Hafnarbúðin

Hafnarbúðin er opin daglega frá kl. 11:00-21:00. Sem fyrr er hægt að versla í gegnum lúgu Hafnarbúðarinnar eða hringja á undan sér og panta mat í síma 478-1095. Ef það reynist mikil þörf á heimsendingu vegna aðstæðna í samfélaginu þá mun Hafnarbúðin bregðast við því. Nánari upplýsingar um matseðil og tilboð á fésbókarsíðu Hafnarbúðarinnar.

Hótel Höfn – Ósinn

Ósinn er opinn föstudaga, laugardaga og sunnudaga það er hægt að sækja og fá heimsendingu. Hægt er að hafa samband í síma 478-2200.

Söluskálinn Freysnesi

Opið er í verslun og veitingaskála í Freysnesi. Boðið er upp á að taka mat með heim, og einnig geta þeir sem eiga ekki heimangengt hringt í skálann og fengið mat heimsendan. Síminn í söluskálanum er 478-2242.

Nettó

Hægt er að versla matvöru í gegnum netverslun Nettó og sækja í verslun á Höfn: www.aha.is/verslun/netto-hofn

Pantanir eru sendar með flutningabíl í sveitirnar en sem stendur eru ekki formlegar heimsendingar í boði. Verslunin er opin almenningi frá kl. 10-19, en sérstaklega er bent á að kl. 9-10 er sértækur opnunartími fyrir aldraða og viðkvæma.

Sveitarfélagið Hornafjörður hvetur íbúa til að nýta sér þjónustu veitingaaðila og annarra verslunar- og þjónustuaðila á svæðinu. Stöndum öll saman og hjálpumst að við að halda samfélaginu okkar virku á þessum skrítnu tímum!

*Athugið að listinn á heimasíðunni uppfærist eftir því sem nýjar upplýsingar berast okkur. Vinsamlegast sendið póst á netfangið ardis@hornafjordur.is ef þið eruð með ábendingar um fleiri fyrirtæki sem bjóða upp á þessa þjónustu. 

Tekið af www.hornafjordur.is