Ærslagangur

0
1807
Mikil eftirvænting var þegar unnið var að uppsetningu belgsins á Höfn

Það hefur ekki farið framhjá bæjarbúum að búið er að setja upp ærslabelg við Sundlaug Hafnar og hefur hann vakið mikla lukka hjá yngri íbúum Hafnar. Nú hefur bæjarstjóri lagt til að sveitarfélagið kaupi tvo ærslabelgi til viðbótar við þann sem búið er að kaupa og setja niður við sundlaugina. Annar mun verða settur upp við Nesjahverfi og hinn við grunnskólann í Hofgarði.
Kostnaður vegna kaupa og uppsetningar á ærslabelgjunum er um 5 milljónir króna. Bæjarráð samþykkti kaup á ærslabelgjunum á fundi bæjarráðs þann 18. september síðastliðinn.