Æfingaferð til Prag

0
795
Magni, Alexandra og Heiðdís ásamt Filip og Filip sundþjálfurum

Þann 24. ágúst sl. lögðu 3 sundgarpar á vit ævintýranna og var stefnan tekin á Tékkland, nánar tiltekið til Prag. Stefnt hafði verið að því að fara í æfingabúðir með krakkana í sunddeildinni frá því 2016. Búið var að safna fyrir ferðinni og mikil tilhlökkun í hópnum. Þjáfararnir hjá sunddeildinni síðastliðið sundár eru báðir frá Tékklandi og voru nýfarnir heim í skóla en ákveðið hafði verið fyrr um sumarið að þeir tækju á móti krökkunum og skipulegðu æfingabúðir fyrir þau. Byrjað var á því að koma við í Laugardalslauginni og taka 2ja tíma æfingu með Fjölni áður en haldið var til Keflavíkur í næturflug til Vínar. Þegar komið var til Vínar undir morgun tók við rúmlega 4ra tíma lestarferð til Prag. Ekki var slegið slöku við að loknu þessu langa ferðalagi heldur byrjað á sundæfingu í 28 stiga hita og sól. Allir dagar byrjuðu á æfingu og einhverja daga voru 2 æfingar. Restina af deginum var ýmislegt gert. t.d. skoðunarferðir um borgina, farið var meðal annars upp í turn hálfa leið með kláfi og restin gengin, Prag kastalinn skoðaður, Karlsbrúin gengin, dansandi húsið skoðað, farið að sjónvarpsturninum, og einnig litið inn í kirkju. Einum degi var eytt í vatnsleikjagarðinum Aquapalas þar sem byrjað og endað var á æfingu í 25 metra innisundlaug garðsins. Farið í ýmsa afþreyingu meðal annar í Laisertag, 4W bíó og hjólabát um Dóná. Einum degi eytt í dýragarði. Heimferðadagurinn var eins og komudagurinn, lest tekin frá Prag til Vínar og þaðan flug til Íslands. Þökkum við Filip og Filip fyrir frábærar móttökur og leiðsögn um Prag, algjör forréttindi að hafa innfædda leiðsögumenn með í för og komumst við þannig yfir að skoða marga sögufræga staði sem google hefði ekki endilega vísað okkur á. Í ferðinni var m.a. synt, gengið, notaðir sporvagnar, kláfur, strætó, lestar, hjólabátur, hlaupahjól, einkabílinn og flugvél. Sem sagt mjög fjölbreytt upplifun fyrir 13 ára Hornfirðinga.
Fyrir hönd hópsins
Gunnhildur Imsland