PLASTÚRA VOL I.

0
162

Plastúra Vol. I er nýstárleg sýning eftir listakonuna Ragnheiði Sigurðar Bjarnarson sem opnuð verður í Stúkusalnum í Miklagarði, klukkan 13:00 þann 9. Desember næstkomandi. Opið verður eftir samkomulagi við listakonuna fram til 30. Desember. Nánari opnunartími verður á FB-viðburðinum: Plastúra Vol. I.

Sýningin blandar saman lífrænum og plastefnum til að skapa nýtt lífríki, í eftir-náttúrlegu umhverfi (post-natural environment). Sýningin miðar að því að kanna hið flókna samlíf og sambland milli náttúru og mannkyns og býður áhorfendum að íhuga áhrif okkar í að móta heiminn sem við búum í og þróun lífs eftir okkar tíma.

Sýningin Plastúra Vol. I býður áhorfendum upplifun sem ögrar hefðbundum listrænum mörkum og vekur upp umræðu um framtíð plánetunnar okkar, sem hvetur okkur til að hugsa út í ákvarðanir sem við tökum frá degi til dags og áhrifin sem þau hafa á viðkvæmt jafnvægi vistkerfis okkar.

Með samruna listar og umhverfismeðvitundar býður Plastúra Vol. I upp á einstakt tækifæri til að takast á við brýn málefni samtímans og að íhuga þá möguleika sem framundan eru.

Plastúra Vol. I er styrkt af Uppbyggingarsjóð Suðurlands og Menningarmiðstöð Hornafjarðar.