Ekki vera í kassanum!

0
197

Bifvélavirkjameistarinn og smiðurinn Gunnar Pálmi Péturson situr sjaldan auðum höndum. Hann byrjaði sem ungur strákur að prófa sig áfram með vélar og tæki, ávalt með það markmið að gera hlutina betri, gera þá að sínu. Hjólum breytti hann til þess að gera hraðari, eða flottari og hann hefur haldið því áfram fram til dagsins í dag. „Ég get ekkert látið neitt í friði sem ég eignast, ef ég á bíl þarf ég alltaf að breyta honum, hann þarf að fara hraðar, eða vera mér að skapi, ég vil ekki vera í boxinu. þegar eg var lítill breytti ég bara hjólunum, eftir því sem aldurin færist yfir og tækin stækka eykst bara ruglið“. Gunnar hefur tekið að sér allskonar verkefni en hans stærsta hingað til var þegar hann og synir hans smíðuðu rútu. „,Þetta var auðvitað fullkomið brjálæði því þegar hugmyndin var á borðinnu, átti ég 1500 kr í veskinu en bíllinn kostaði 60 milljónir. Við keyptum 2 nýja bíla sem voru keyrðir innan við 1000 km sem voru rifnir í spað til að búa til einn bíl. Þegar við vorum að rífa seinni, sagði sonurinn við mig, erum við á réttri leið pabbi? Spurning var eðlileg, en ég segi að ef enginn þorir gerist ekki neitt“. Rútan heppnaðist svona glimrandi vel og fékk fyrstu verðlaun á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar sem athyglisverðasti jeppinn eins eru þeir feðgar farnir að fá fyrirspurir um smíðina og hvort þeir geti jafnvel gert annan.

Gunnar Pálmi gerir meira en að smíða bílana, hann er líka margverðlaunaður bílstjóri. Hann byrjaði í offroad formúlukappakstri árið 1988 og keppti til ársins 2000 eða þar til bíllinn hans eyðilagðist. Gunnar Pálmi átti sigurfarsælann feril sem torfærukappi og skartar myndarlegu safni af bikurum og titlum meðal annars 5 íslandsmeistaratitlum, 3 heimsmeistaratitlum ásamt því að vera valinn ökumaður ársins árið 2000, en bíllinn hans sem hann hefur notað í allar sínar keppnir er í þriðja sæti yfir bíl sem hefur unnið flesta titla. Árið 2000 ákvað hann að hætta á meðan hæst stóð og taka sér hvíld frá keppnum „Ég þurfti að gefa fjölskyldunni tíma.Þetta er tímafrekt sport, smíðin tekur mikið púður úr manni svo er þetta líka dýrt, bílar eru dýrir sérstaklega sérrsmíðaðir. Maður má ekki gleyma fólkinu sem hjálpar manni“. Gunnar segir kappaksturinn sjálfan vera minnsti hlutinn af íþróttinni, heldur ferlið sem fer fram í kringum kappaksturinn. „Þetta sport er bara eins og hestamennska, bílarnir eru okkar hestar eða golfkylfur, þetta snýst ekki um að spóla í brekkunum, sportið er að smíða, koma saman og búa til eitthvað sem enginn hefur smíðað svo er bara bónus að geta eitthvað“. Meginforsendan fyrir því að ganga vel segir Gunnar sé að vera á vel smíðuðum bíl, þess vegna þarf að vanda vel til verka, „Við viljum ekki mæta nema við séum alveg tilbúnir, besta regla sem ég hef heyrt og fer eftir er: þú vinnur keppnina í bílskúrnum. Ef þú ert vel undirbúin gerist það í bílskúrnum. Ef allt bilar þá er ferðin ónýt. Maður gerir allt sem maður getur best gert fyrir bílinn áður og mætir svo, það er eiginlega betra að sleppa keppni en að gera bara eitthvað, alltaf best að vera í toppstandi“.

Gunnar leggur mikið upp úr hönnun og fagurfræði enda er hann mikill listamaður eins og sjá má í verkum hans, þá hugar hann vel að öllum smaátriðum og passar að það sem hann smíðar lítur vel út ásamt því að virka vel. „Þetta snýst allt um hönnun og smíði, fagurfræðin verður að vera með. Það sem er fallegt er yfirleitt sterkt því það sem er formfallegt er ofast sterkt, það er margreynt. Á það ekki við um allt eins og til dæmis prjónaskap. Það eru smáátriðin sem fella mann, ein lítil skrúfa eða léleg suða getur fellt þig“. En þó samkeppnin geti verið hörð þá segir Gunnar hópinn sem stundi íþróttina vera þéttann og einkennast af vinskap. Þeir hjálpast að með smíðina enda vilji þeir fá verðuga andstæðinga á keppnisdögum. „ Þetta er mjög þéttur hópur í sportinu. Ef það er hringt í mig og ég spurður ráða fær hann allann upplýsingar sem ég hef þannig fæ ég besta mótherjann. Þú hleypur ekki 100 metra heimsmeistarahlaup og keppir við ungling, það vill það enginn“. Aðspurður hvernig hann undirbýr sig undir keppni segir Gunnar að það sé ekki flókið, það fari allt fram í höfðinu. Hér á Hornafirði er ekki æfingarsvæði svo hann keyrir brautirnar í höfðinu á sér og undirbýr sig andlega, það segir hann virka best fyrir sig. Hann segir einnig mikilvægt að undirbúa sig undir hvað getur farið úrskeðis og vera búin að hugsa út í allar mögulegar aðstæður, líka þær allra verstu, þannig komi honum ekkert á óvart og hann er tilbúin að takast á við allt sem getur farið úrskeðis. „Ég man keppnirnar bara alveg ég get keyrt þær allar í huganum. Þetta snýst um að muna hreyfingarnnar, velturnar og fráköstin. Þú keyrir ekki nema að hausinn sé í lagi. Það er algengur misskilningur að þetta séu allt brjálæðingar sem eru í svona íþróttum, það er rólegasta fólkið sem nær mestum árangri því það er með hausinn í lagi“.

Sjálfur segist Gunnar aldrei vera smeykur eða stressaður, heldur passi hann að bíllinn sé vandaður og hugarfarið í toppstandi, þá sé þetta ekkert mál. Nú 23 árum eftir síðustu keppni ætlar Gunnar að spenna á sig beltin á ný og keppa í sumar. Spenntastur sé hann þó yfir því að fá að keppa með synum sínum sem deila áhugamáli föður síns. „Þeir eltu mig báðir í þessu þegar þeir voru litlir pollar svo þeir eru bara fullskapaðir inn í þetta sem kemur svo í ljós 2012 þegar annar sonurinn varð íslandsmeistari 3 ár í röð svo eitthvað hefur hann grætt á bröltinu með mér“. Þeir eru nú að leggja lokahönd á bílana tvo sem eru hin glæsilegasta smíði en þetta eru þeir sömu bílar og þeir kepptu á áður. Hann leggur mikið upp úr því að bíllinn sé fallegur og segir engann bíl í heiminum vera eins og sinn, enda sé bíllinn einskonar e i n k e n n i s b ú n i n g u r þeirra og mikilvægt að þeir standi upp úr. „Þarf að stimpla sig inn með einhverju sérkenni, vertu öðruvísi, ekki vera í kassanum þá man fólk eftir þér og þannig verða flottar hugmyndir til“. Gunnar segir þá feðga vera mjög samrýnda og það séu forréttindi að fá að deila sínu áhugamáli með börnunum sínum „Fyrir mér er þetta algjör lúxus að fá að djöflast í þessu með strákunum mínum, þetta er bara draumur að rætast að fá að keppa með þeim. Þetta er ákveðinn genagalli hjá okkur, sumir fæðast með músík, aðrir með leiklistarhæfileika, við drögumst að öllu sem er véltengt, það eru okkar hestar eða golfkylfur. Það skiptir nefninlega engu máli hvað sportið er ef það veitir eigandanum ánægju og lífsfyllingu er það eina sem skiptir máli, finna sportið og vera sáttir“.

Eystrahorn óskar þeim feðgum góðs gengis í sumar og þakkar Gunnari Pálma Péturssyni fyrir áhugavert og skemmtilegt spjall.