Isabella Tigist Felekesdóttir mun taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir hönd Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu. Keppnin fer fram þann 1. apríl í Kaplakrika sem er í Hafnarfirði. Gaman væri ef sem flestir myndu sýna stuðning. Miðasala á keppnina hefst 10. mars kl 10:00 á tix.is og er 14.ára aldurstakmark á keppnina. Allir geta keypt miða á litlar 4500 krónur. Fjölmennum í salinn og styðjum okkar konu!