Opnir dagar í FAS

0
393

Kæru lesendur!
Við erum Anna Lára, Helga Kristey, Isabella Tigist, Marie Salm, Nína Ingibjörg og Siggerður Egla. Við erum nemendur í FAS. Í síðustu viku voru svokallaðir opnir dagar í skólanum. Opnir dagar eru haldnir einu sinni á ári í FAS. Þeir standa yfir í þrjá daga, 27. febrúar – 1. mars og leggja nemendur þá skólabækurnar til hliðar og vinna að fjölbreyttum verkefnum. Nemendur geta komið með hugmyndir að hópum og valið sig svo í hópa eftir áhuga og hafa nemendur því mikið um að segja hvað er gert á opnum dögum. Í ár eru hóparnir eftirfarandi:

Einn hópur sá um útgáfu Eystrahorns frá A – Ö, annar hópur tók upp útvarpsefni/hlaðvarp og gaf út á YouTube rás skólans. Sá þriðji skipulagði árshátíðina og var nemendaráðið í þeim hópi ásamt nokkrum krökkum sem skráðu sig í hann, og sá fjórði tók að sér að skoða skólaumhverfið og hvað mætti betur fara í þeim efnum. Nemendur sem voru í þeim hópi gerðu meðal annars kannanir um hvernig stóla nemendur vilja hafa og fleira. Auk þess var sérhópur fyrir fjarnema, en um 10 voru skráðir í þann hóp.

Markmiðin með opnum dögum eru að brjóta upp skólastarfið, auka víðsýni og reynslu nemenda. Þeir vinna saman í hópum undir leiðsögn kennara og er áhersla lögð á góða samvinnu en jafnframt sjálfstæði innan hópsins. Opnu dögunum lauk svo með árshátíð á fimmtudeginum 2. mars.

Nemendur eru sammála um að gott sé að brjóta upp skólastarfið með þessum hætti og vinna saman á annan hátt en venjulega. Og að sjálfsögðu var mikil spenna fyrir árshátíðinni sem alltaf er hápunktur skólaársins.

Okkar hópur fékk það hlutverk að sjá um útgáfu Eystrahorns. Við ákváðum að fjalla um málefni sem vekja okkar áhuga og vonum að þið lesendur hafið gaman af lestrinum.

Kynning á okkur

Nafn: Anna Lára Grétarsdóttir
Aldur : fullvalda
Áhugamál: Sauðburður, kartöflurækt og lestur
Sturluð staðreynd: Á 300 bækur
Twitter: @annalaraginger

Nafn: Marie Salm F. Magno
Aldur: 17
Áhugamál: ég elska að teikna
Sturluð staðreynd: Ég fer sjaldan
snemma að sofa.

Nafn: Helga Kristey Ásgeirsdóttir
Aldur: 16 ára
Áhugamál: Sofa og spila GTA
Sturluð staðreynd: Er ekkert eðlilega góð í að syngja

Nafn: Isabella Tigist Felekesdóttir
Aldur: 16 ára
Áhugamál: Út að labba með köttinn í bandi
Sturluð staðreynd: Hef sungið fyrir starfsmenn í SS pylsum

Nafn: Nína Ingibjörg Einarsdóttir
Aldur: 16 ára.
Áhugamál: Borða og gera eitthvað hellað
Sturluð staðreynd: Ég elska mat.

Nafn: Siggerður Egla Hjaltadóttir
Aldur : 17 ára
Áhugamál: stangveiði og borðtennis
Sturluð staðreynd: get opnað gler flösku með tönnunum.

Höfundar: Anna Lára, Isabella Tigist, Nína, Helga, Siggerður, Marie Salm