Badmintondeild Sindra

0
254

Badminton deild Sindra þjónustar almennri lýðheilsu og hreysti. Hún samanstendur af fólki á öllum aldri sem kemur saman tvisvar í viku og spilar sér til ánægju. Í síðustu viku var skemmtilegt jólamót þar sem 10 vaskir keppendur mættu til leiks. Dregið var um völl og spiluðu allir með öllum 5 leiki. Eftir þessa 5 leiki voru tekin saman stigin og efstu 5 spiluðu um 1-5 og neðri 5 um 6-10. Skemmtilegt fyrirkomulag sem gefur öllum mikla möguleika á að vinna. Sigurvegarar mótsins voru Sigfinnur Már Þrúðmarsson í fyrsta sæti, Sigurborg Jóna Björnsdóttir í öðru sæti og Kristján Örn Ebenezarson í því þriðja.
Badminton deildin er opin fyrir alla og hvetur fólk til þess að koma og vera með. Starfið byrjar aftur á nýju ári og eru æfingar á fimmtudagskvöldum kl.20:20 og sunnudögum kl. 13:20.