Það er mikill áfangi fyrir félag að verða fjöríu ára og ennþá starfar FeH af miklum krafti og hefur gert það frá upphafi. Áherslur félagsins hafa auðvita breyst á þessum fjörutíu árum í takt við tíðarandann hverju sinni. Nú er það svo að flestir dagar vikunnar eru fullbókaðir af hinum ýmsu viðburðum og ekki má gleyma ferðum sem félagið hefur staðið fyrir, nú síðast frábær ferð í Öræfin og í vor viku ferð til Færeyja. Það mun vera þriðja ferðin þangað.
Félagið var stofnað 1. desember árið 1982. Í tilefni af þessum tímamótum verður gefið út veglegt afmælisrit með yfirliti um starfsemina á liðnum árum. Ritstjóri þess er Sigurður Hannesson. Einnig verður haldin afmælishátíð á Hafinu þann 1. desember nk. og hefst sú samkoma kl. 19:00.
Boðið verður upp á mat með jólahlaðborðsívafi.
Forréttir
Aðalréttir
Eftirréttir
Allt verður þetta framreitt af Hafdísi Gunnarsdóttur og mun ekkert skorta.
Ekrubandið mun svo leika fyrir dansi fram eftir kvöldi.
Þeir sem ætla að taka þátt eru beðnir um að skrá sig hjá Guðbjörgu í síma 692-2936 og Lúcíu í síma 866-8030 fyrir 15. nóvember. Miðar verða svo seldir í Ekru 23. nóvember milli 14:00 og 16:00. Miðinn kostar 7.000,- krónur.
Þeir sem þurfa akstur til og frá samkomunni þurfa að skrá sig þegar miðinn er keyptur.
Laugardaginn 3. desember verður opið hús í Ekru. Fólk á öllum aldri er hvatt til að líta inn og kynna sér aðstöðu félagsins. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir.