Knattspyrnusumarið 2022

0
519
Viðurkenningahafar í meistaraflokki kvenna

Í lok september lauk knattspyrnusumri 2022 formlega hjá meistaraflokkum Sindra. Stelpurnar okkar léku í 2.deild þar sem var spiluð einföld umferð og var deildinni svo skipt upp þar sem efstu 6 liðin léku einfalda umferð og neðstu 6 liðin léku einnig einfalda umferð. Okkar stelpur höfnuðu í 8. sæti eftir fyrri umferðina og kepptu því í neðri hlutanum. Þar enduðu þær í 3ja sæti sem er vel ásættanlegur árangur þar sem liðið okkar er ungt og margar stelpur að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Kristín Magdalena Barboza, ein af okkar efnilegu ungu leikmönnum var svo á dögunum valin í U15 landsliðið og hélt hún með þeim til Póllands í byrjun október.

Viðurkenningahafar í meistaraflokki karla

Strákarnir okkar náðu að tryggja sér sæti í annarri deild fyrir loka leikinn sem fór fram 17. september en þann dag gerðu þeir gott betur og tryggðu þeir sér deildarmeistara titilinn eftir ansi dramatískar lokamínútur þar sem beðið var eftir úrslitum í leik Dalvíkur/Reynis – Augnabliks sem endaði með jafntefli og þar með var 1. sæti í riðlinum staðreynd! Okkar eini sanni Albert Eymundsson afhenti strákunum bikarinn fyrir hönd KSÍ og hafði hann sér til aðstoðar leikjahæsta leikmann Sindra, Gunnar Inga Valgeirsson. Stelpurnar léku svo sinn síðasta heimaleik helgina eftir og unnu þær stórkostlegan 3-0 sigur á móti Hamar úr Hveragerði.
Laugardaginn 17. september var svo uppskeruhátíð meistaraflokkanna haldin í Sindrabæ þar sem boðið var upp á mat og drykk ásamt skemmtiatriðum frá leikmönnum. Þeir leikmenn sem léku sinn fyrsta mfl. leik fengu blóm og aðrar viðurkenningar og verður þeim gert grein hér fyrir ofan.
Knattspyrnudeild Sindra vill nota tækifærið og þakka öllum þeim styrktaraðilum sem stutt hafa okkur, kærlega fyrir stuðninginn þetta árið, án ykkar hefði þetta ekki verið hægt. Einnig viljum við þakka áhorfendum og stuðningmönnum fyrir ómældan stuðning og erum við full tilhlökkunar fyrir komandi keppnistímabili!
Framtíðin er björt. Áfram Sindri!

Viðurkenningar
Fyrir 50 deildarleiki
Arna Ósk Arnarsdóttir
Abdul Bangura
Björgvin Freyr Larsson
Kristofer Hernandez

Fyrir 100 deildarleiki
Mate Paponja
Þorlákur Helgi Pálmason

Besti leikmaður
Jovana Milinkovic
Þorlákur Helgi Pálmason

Mikilvægasti leikmaður
Jovana Milinkovic
Hermann Þór Ragnarsson

Mestu framfarir
Elín Ása Hjálmarsdóttir
Birkir Snær Ingólfsson

Besti félaginn
Telma Bastoz
Róbert Marwin Gunnarsson