Hirðingjarnir gefa Björgunarsveitinni Kára í Öræfum veglega gjöf

0
475

Þann 1. október síðastliðinn gaf nytjamarkaður Hirðingjanna peningagjöf að upphæð 1 milljón krónur til Björgunarsveitarinnar Kára í Öræfum. Þetta er tíunda árið sem við erum með nytjamarkaðinn og af því tilefni ætlum við að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að vera með í þessari gjöf, þannig að gjöfin verði ennþá stærri til björgunarsveitarinnar. Frá og með 1. október og laugardagsins 8. október verður hægt að leggja frjáls framlög inn á bankareikning Hirðingjanna:

nr. 0133-26-006929
kt: 650722-1320.

Einnig er hægt að koma í nytjamarkaðinn fimmtudaginn 6. október milli kl. 16:30 og 18:30 og versla, eða ekki versla, og borga vel því innkoman þann dag fer í söfnunina.
Nytjamarkaður Hirðingjanna byrjar söfnunina með 100 þúsund króna framlagi auk þess sem hver starfsmaður gefur 1000 krónur, samtals 106 þúsund krónur. Klukkan 19:00 þann 8. október munum við birta lokatölur úr söfnuninni á Facebook síðu Hirðingjanna.
Gerum þetta glæsilegt!

Kveðja
Nytjamarkaður Hirðingjanna