Það gleður okkur í Sporthöllinni að við höldum starfseminni áfram næstu tvö árin og gefum öllum Hornfirðingum tækifæri á að stunda líkamsrækt áfram.
Að búa í heilsueflandi samfélagi spilar hreyfing stórt hlutverk þar sem kyrrseta ógnar heilsu manna og er ört vaxandi vandamál. Ein af viðurkenndum leiðum í undirbúningi lýðheilsustefnu er að auka aðgengi íbúa að hinum ýmsu heilsueflandi aðgerðum og er líkamsrækt eitt af því.
Við munum halda áfram að koma til móts við sem flesta aldurshópa og tryggja góðan og breiðan grunn að heilsueflandi samfélagi. Opnunartíminn og verðskrá er eins og við höfum verið með undanfarin ár.
Hvort sem um einkaþjálfara, yoga kennara, sjúkraþjálfara, nuddara, kírópraktík, snyrtifræðinga eða áhugasama sem vantar aðstöðu fyrir sína vinnu hvetjum við ykkur til að hafa samband við okkur.
Sporthöllin mun vera með opna tíma sem byrja 5. september, jóga, stöðvatímar, hraustar konur og hádegistímar. Einnig ætlum við að vera með námskeið fyrir Hraustar stelpur í 9.-10. bekk sem byrjar 15. september og halda áfram með starf eldri borgara sem byrjar 13. september og verður tvisvar sinnum í viku.
Ávinningurinn af styrktarþjálfun er mikill, fólk sem þjáist af ýmsum sjúkdómum sem hægt er að halda niðri með réttri þjálfun og aukið lífsgæðin.
Þar sem veturinn er langur hjá okkur á klakanum er mikið um þetta svokallaða skammdegisþunglyndi. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að styrktarþjálfun hefur jákvæð áhrif á fasið og getur einnig hjálpað okkur að sofa betur. Hver vill ekki sofa betur?
Eitt að lokum sem mig langar að segja við þig: Ef þér finnst leiðinlegt að rífa í lóðin, þá hvet ég þig til þess að finna þér aðferð sem hentar þér og við verðum þér innan handar.
Það er fjöldinn allur af aðferðum styrktarþjálfunar, það er bara að mæta og byrja. Ekki gera ekki neitt!
Kveðja Kolla Bjöss
Allar upplýsingar eru að finna á fésinu Sporthöllin Líkamsrækt.