Ungmennafélagið Sindri auglýsir eftir framboðum í aðalstjórn og stjórnir einstakra deilda. Allir áhugasamir eru hvattir til að bjóða sig fram í þetta uppbyggingastarf í þágu félagsins. Stefnt er að jöfnum kynjahlutföllum og eru því öll kyn hvött til þess að bjóða sig fram.
Aðalfundurinn verður haldinn 1. mars kl. 17.00 í
Heklu félagsheimili Sindra.
Óskað er eftir að tilkynningar um framboð til stjórnar verði sendar á netfangið sindri@umfsindri.is fyrir 1. mars nk. til að hægt sé að undirbúa fundadagskrána.
Ungmennafélagið Sindri hefur á að skipa um 1300 félagsmönnum en það eru um 350 einstaklingar sem æfa íþróttir hjá félaginu og margir af þeim æfa fleiri en eina íþrótt. Sameiginleg velta er um 180 milljónir og árlega starfa um 40 manns hjá félaginu yfir mismunandi tímabil.