Fjáröflun

0
417

Kæru bæjarbúar
Við í 3. flokki kvenna og karla í knattspyrnu stefnum á að fara til Spánar í knattspyrnuskóla í sumar. Til þess að af því geti orðið þurfum við hjálp við að safna fyrir ferðinni. Þær fjáraflanir sem áætlaðar eru hjá okkur á næstunni eru til dæmis sala á nautgripahakki og hamborgurum og fjölskyldupakki með ís. Þær fjáraflanir fara af stað núna í byrjun febrúar en einnig er önnur fjáröflun plönuð í lok febrúar. Þá ætlum við að spila fótbolta í 24 klukkutíma gegn áheitum.
Við erum öflugir krakkar sem erum tilbúnin að vinna alls konar vinnu gegn greiðslu sem færi öll upp í ferðina.
Hægt er að hafa samband við umsjónarmann fjáröflunar okkar Laufey Sveinsdóttir (laufeysv@gmail.com) um áheiti eða verkefni sem við getum unnið.
Við vonum að þið takið vel á móti okkur og hjálpi okkur að láta þennan draum rætast.

Krakkarnir í 3. flokki karla og kvenna í knattspyrnu.