Leikfélag Hornafjarðar

0
601

Vetrarstarfið hjá leikfélagi Hornafjarðar er komið á fullt og hefur ný stjórn verið kosin.
Í stjórn þessa leikárs eru: Ragnheiður Rafnsdóttir formaður og Ingólfur Baldvinsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Róslín Alma Valdemarsdóttir, Emil Morávek, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Birna Jódís Magnúsdóttir og Tómas Nói Hauksson.
Í samstarfi við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Silfurtúnglið eftir Halldór Laxness. Leikstjóri verksins er Stefán Sturla Sigurjónsson.
Undanfarin ár höfum við í leikfélaginu átt mjög gott samstarf við framhaldsskólann og hlökkum við til áframhaldandi vinnu með þeim. Hinsvegar er áhugasömum Hornfirðingum bent á að hafa samband við stjórnina ef þá langar að vera með og taka þátt í fjölbreyttu starfi sem fylgir uppsetningu á leiksýningunni. Æfingar byrja í janúar nk. en frumsýnt verður í mars.
Við í leikfélaginu stefnum á öflugt leikár 2022 en félagið fagnar þá 60 ára afmæli sínu og í kjölfarið er vilji til að halda upp á það með ýmsum hætti sem verður auglýst síðar.