Leir í sveit – Keramiknámskeið í Öræfum

0
769

Keramiknámskeiðið Leir í sveit var haldið í Svínafelli í Öræfum í júlí þar sem leirkerasmiðurinn Antonía Bergþórsdóttir kenndi þátttakendum bæði að handmóta og renna muni úr leir. Á námskeiðinu voru gerðar tilraunir með að nota jökulleir úr Svínafellsjökli og önnur jarðefni af svæðinu eins og vikur og sand bæði til að móta úr og skreyta með. Jökulleirinn sem sóttur var í Svínafellsjökul kemur upp úr sprungu í ísnum þar sem hann hefur sest til í mjög fína kornastærð og er silkimjúkur viðkomu. Antonía hefur rannsakað íslensk jarðefni sem og grænlensk í sinni leirkeravinnu en spennandi verður að sjá hvernig leirinn og efnin héðan úr sýslunni koma út eftir brennsluna. Tíu manns sóttu námskeiðið og ótal skemmtilegir munir urðu til í Hlöðunni þar sem það var haldið. Svanhvít Helga Jóhannsdóttir hlaut styrk frá bæjarráði Sveitarfélags Hornafjarðar til að halda námskeiðið og sendir hlýjar þakkir fyrir það með tilhlökkun um áframhaldandi handverk og listsköpun úr jarðefnum svæðisins.