Gústi heimsmeistari í annað sinn

0
835

24. Heimsmeistaramótið í Hornafjarðarmanna fór fram á Humarhátíðinni. Spilað var á 27 borðum og þátttakendur 51. Eins og áður voru úrslitaspilin spennandi og góð stemning í kringum keppnina.
Úrslit urðu þau að Gústaf Guðlaugsson hreppti heimsmeistaratitilinn og er það í annað sinn sem hann sigrar á þessum mótum. Í öðru sæti var Hildur Steindórsdóttir og í því þriðja Hildur Margrét Björnsdóttir.
Sérstakur heiðursgestur var Björn Eysteinsson heimsmeistari í brids og setti hann mótið og afhenti farandgripinn, Humarskálina í lokin.