Fimleikadeild Sindra endaði sinn vetur á verðlaunaafhendingu í Heklu. Þar voru veittar ýmsar viðurkenningar. Venjan er sú að klára veturinn með fimleikamóti en vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var því sleppt að þessu sinni. Allir iðkendur í grunnskóla fengu verðlaunapening. Í keppnishópum hjá deildinni voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir í hverjum hóp, valinn var besti félaginn og Fimleikamaður Sindra.
Eftirtalin fengu verðlaun fyrir bestu framfarir:
- flokk stúlkna: Guðbjörg Lilja Jóhannsdóttir
Yngri hópur stráka: Adam Bjarni Jónsson - flokkur blandaður hópur: Stefán Birgir Bjarnason
- flokkur blandaður hópur: Friðrik Björn Friðriksson
Besti félaginn hjá deildinni var valinn Sigurður Arnar Hjálmarsson
Síðan enduðum við á að krýna Fimleikamann Sindra en það var Sóley Guðmundsdóttir.
Deildin þakkar kærlega fyrir veturinn.