Almar Páll

0
768

Almar Páll Lárusson er 15 ára sonur þeirra Jónínu Krístínar Ágústsdóttur og Lárusar Páls Pálssonar. Almar flutti á Höfn með fjölskyldu sinni þegar hann var 12 ára þegar pabbi hans tók við starfi framkvæmdastjóra Sindra og kannast flestir krakkar við mömmu hans en hún kennir heimilisfræði við Grunnskóla Hornafjarðar.

Almar Páll

Almar segist aðspurður finnast mjög gaman að búa á Höfn en hann æfir nú fótbolta með Sindra.  
Almar á sér flotta drauma um framtíðina en akkúrat núna er draumastarfið hans annað hvort að verða fótboltamaður eða að vinna við eldflaugar hjá SpaceX, en það er bandarískt geimflaugafyrirtæki sem var stofnað af Elon Musk en fyrirtækið bæði framleiðir og sendir geimflaugar út í geim. Þess má geta að Elon Musk er einnig eigandi Tesla bílaframleiðandans.
Við spyrjum Almar að því hverju hann vilji breyta hér í Hornafirði ef hann hefði völd til þess og það stendur ekki á svörum, en honum finnst vanta eitt stykki kvikmyndahús.
Nú snúum við okkur að jólunum og spyrjum hver uppáhalds jólasveinninn hans sé og segir Almar það vera Stekkjastaur. Almari finnst jólin fyrst og fremst snúast um að vera með fjölskyldu sinni og í hans huga er það það skemmtilegasta við aðfangadag ásamt því að borða góðan mat. Uppáhalds jólamatur Almars er bayonne skinka með súkkulaði ávaxtasalati. Við spurðum Almar hvað hann vildi helst fá í jólagjöf ef hann gæti valið hvað sem er í heiminum, eftir smá umhugsun segist hann vera alveg til í að fá vinnings lottómiða. Almar segir enga jólahefð í uppáhaldi en að honum líki vel við snjóinn og kjósi hvít jól.