Æfingar á haustönn

0
571

Frjálsar, þrek og hreysti.

Núna eru að hefjast æfingar hjá okkur í Frjálsíþróttadeildinni. Æfingarnar sem verða í boði á þessari önn eru frjálsar, þrek og hreystiæfingar þar sem verður farið í hefðbundnar frjálsíþróttaæfingar ásamt því að þjálfa upp þrek og bæta styrk iðkenda. Þetta hentar vel fyrir þá sem eru í öðrum íþróttum en vilja bæta þrek og styrk og við bjóðum nýja iðkendur velkomna og mælum með frjálsum fyrir alla þá sem vilja koma og bæta sig á líkama og sál.
Æfingarnar eru fyrir 11 ára og yngri (1.-6. bekkur) og 12-18 ára (7-10 bekkur +).
11 ára og yngri
Þriðjudagar kl. 16:00 í íþróttahúsinu
Laugardagar kl. 11:00 í íþróttahúsinu
12-18 ára
Fimmtudagur kl. 14:30 í Bárunni
Laugardagar kl. 12:00 í íþróttahúsinu

Kynningartímar fyrir 1.-4. bekk kl. 14:00 í Bárunni á fimmtudögum
Kynningartímar fyrir 5.-6. bekk kl. 14:30 í Bárunni á fimmtudögum
Við erum með flottan þjálfara sem heitir Mariano Ferreyra. Hann hefur þjálfað íþróttahópa um allan heim, þar á meðal rugby-lið, þríþrautarhópa, og afrekssundfólk. Hann er með Mastersgráðu í þjálfun afreksíþróttafólks og hann er mjög spenntur að nýta þessa flottu aðstöðu sem er hérna á Höfn og hlakkar til að hitta alla nýju krakkana sem vilja bæta sig í íþróttum.
Æfingar hefjast 29. september og við bjóðum öllum þeim sem vilja prufa að mæta í 3 tíma áður en tekin er ákvörðun um að skrá sig. Verð fyrir haustönnina er 15.000 kr. fyrir alla sem vilja æfa reglulega.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Frekari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á sindri@umfsindri.is